Wednesday 30 November 2011

Allt er vænt sem vel er grænt

Mjög svo grænn og góður boozt


5cm engiferrót
hálft grænt epli
1/6 ferskur ananas
100ml nýkreistur appelsínusafi
1 msk hörfræ
handfylli spínat
klakar


xox
Emmý

Reeuwijk

Reeuwijk er lítill bær í Hollandi, þangað fer ég um helgar til að þvo þvott og borða góðann mat hjá móður minni. Oftar en ekki tek ég myndavélina með. Þá fer ég í gönguskó af mömmu og dúnúlpu, fæ lánað fjallahjólið hennar , smelli myndavélatöskunni um mittið á mér og fæ Bjarka til að koma með mér í hjólatúr. Honum finnst ég heldur asnaleg svona útlítandi og kallar mig ljósmyndalessu. En mig langaði til að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég hef tekið í þessum ferðalögum...






Eigiði gott miðvikudagskvöld

xox
Emmý

Anna Lea

Þetta er Anna Lea.. hún er fallegasta og minnsta vinkona mín. Ég fékk að taka nokkrar myndir af henni þegar að hún var 2 daga gömul. 


Þarna var hún um það bil að fá nóg greyið, hún fór ekkert fínt í það...










Beauty með meiru

xox
Emmý

Kalkúna Schnitzel

Kalkúna og kálfa schnitzel finnst mér gott, kálfa borða ég með raspi en kalkúna án rasps.. mín aðferð við að elda svona er sáraeinföld.






1. Sker niður sætar kartöflur og rauðlauk.
2. Smyr eldfast mót með kókosolíu, set kartöflurnar og rauðlaukinn inní ofn þar til að kartöflurnar verða mjúkar og góðar
3. Hræri saman eitt egg, smá sítrónusafa, soya sósu og krydd (ég nota ítalska kryddblöndu frá oil&vinegar)
4. Velti kalkúna S. uppúr blöndunni, steiki smá stund á pönnu og set svo inní ofn þangað til að það er klárt
5. Sýð langar grænar baunir með, ég hef ekki ennþá komist að því hvað þær heita á íslensku en þær heita allaveganna sweet peas á ensku.


Ég er orðin virkilega svöng á að skrifa um mat en í kvöld ætla ég að fá mér íslenskar ss pylsur og ég er spennt. elskuleg tengdamóðir mín sendi fulla tösku af íslenskum mat til mín og að sjálfsögðu voru pylsur í pakkaum.


xox
Emmý



Bleikar Bollakökur

Bollakökur eru með því skemmtilegra sem ég baka. Þessar skvísur gerði ég með Krissý litlu systur minni.
´
Uppskriftina af kökunum fékk ég HÉR en ég bætti við smá súkkulaði bitum og bleikum matarlit (Krissý fékk að ráða litnum)



Ég gerði nóg af kremi fyrir þessar kökur og þetta dugði vel á 16 stykki. Ég hrærði 110gr af smjöri í 2 mínútur, bætti við minnir mig 3 bollum af flórsykri, gæti vel verið að þið þyrftuð minna eða meira. Nóg af vanilludropum og 10-12 fersk hindber. Allt hrært vel og lengi saman


Demi var ekkert að stressa sig á bakstrinum, henni finnst best að borða deigið og pósa svo aðeins










Mæli með þessum

xox
Emmý

Kjúklingasalat

Ég veit nú ekki hversu viðeigandi þetta salat er svona í ljósi þess að það er kuldakast á Íslandi (mbl spáði því allaveganna) en þetta salat er sumarlegt, ferskt, og bragðgott.


Þessa uppskrift sá ég á Mbl í sumar en ég breytti dressingunni, enjoy

xox
Emmý

Boozt

Ef þú ert vinur minn eða vinkona á facebook þá hefur þú eflaust tekið eftir því að ég hef mikinn áhuga á boozt drykkjum. Ég geri mér nánast undantekningalaust boozt á morgnanna (nema þegar að ég þarf að vakna klukkan sjö, mér finnst það persónulega of snemmt fyrir hljóðin í blandaranum mínum). Þegar að ég er í stuði þá tek ég líka myndir af herlegheitunum..



Í þennan fjólubláa drykk fór eftirfarandi:
- 80-100 ml af lífrænum berjasafa
- nokkrir klakar
-ein lúka af frosnum bláberjum
- örlítið af frosnu mangó
- 1 msk hörfræ
- 1 msk chia fræ
- 1 msk kókosolía (með kókosbragði)
- 1/2 tsk spírulína
- rúmlega ein lúka af spínati

Ég ven mig á að hafa alltaf spínat, hörfræ og kókosolíu í booztunum mínum, svo set ég af og til chia fræ eða spírulínu með...

Mæli með að þið prufið, þetta er allt voðalega flókið í byrjun en maður er fljótur að koma sér upp rútínu 

xox
Emmý

Begin

Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að búa til blogg...


Ég mun blogga um allt sem ég hef gaman af en fyrst og fremst ætla ég að nota þessa síðu til þess að setja inn myndir af öllu milli himins og jarðar. Ég hef ótrúlega gaman af því að taka myndir en undanfarið hef ég mest megnis verið að mynda börn og mat.


Ég vona að þið hafið gaman af


xox
Emmý