Monday 30 January 2012

Snjórinn sem kom 38 dögum of seint

Á þorláksmessu óskaði ég þess svo heitt að það færi að snjóa, ég var með heimþrá og í sáralitlu jólaskapi og mig vantaði snjó. Allt kom fyrir ekki og það var 12 stiga hiti á aðfangadag, frábært. Þegar jólin kláruðust varð ég spennt fyrir vorinu, lengri dögum og sól en það er greinilegt að veðurguðirnir eru alls ekki að hlusta á mig því áðan byrjaði að snjóa.






 Sem betur fer á ég suðusúkkulaði og mjólk



Jólakveðjur frá okkur á Vegelins
xox
Emmý

Sunday 29 January 2012

Inspired by Nings

 Nings er einn af mínum uppáhalds stöðum á Íslandi, og mig dreymir oft um rétt númer rétt nr 66 (extra sterkur), í dag þráði ég ekkert heitara þannig að ég bjó til Vegelins útgáfu af Nings rétti. 



Ég ætlaði að hafa engiferrót með en því miður var hún búin. Ef einhverjum langar að prufa þetta þá mæli ég með að steikja sirca 2 cm af raspaðri engiferrót með chilli-inu og hvítlauknum

Ég vil hafa grænmetið stökkt þannig að ég hitaði þetta í tæpar 5 mínútur







Svo var tekið spilakvöld með íslensku nammi, sem endaði vel fyrir Bjarka. 
Sem betur fer er ég ekki tapsár :)



xox
Emmý

Friday 27 January 2012

Pizzan hans pabba

Föstudags/pizzu kvöld á Vegelins. Ég prufaði í fyrsta skipti minn uppáhalds pizzubotn sem ég fékk hjá pabba í sumar. Svona leit skvísan út þegar að hún kom útúr ofninum...


Hérna kemur svo uppskriftin



 







 

xox
Emmý

Thursday 26 January 2012

Svarthvítar frænkur

Þessar frænkur eru bestu vinkonur og oft kallaðar skytturnar þrjár. Það er alltaf stuð þegar að þær sameinast og ég á óteljandi margar sætar myndir af þeim. 
 Hérna eru nokkrar sem mér þykir mjög vænt um


xox
Emmý

Wednesday 25 January 2012

Sellerí og hindberja boozt

Ég hef verið fáránlega löt í boost gerð undanfarið og ákvað að bæta úr því í dag. Ég byrjaði að sækja uppáhalds eldhúsgræjuna mína en það er safapressan, hún hefur verið í smá hvíld greyið en nú er ekki aftur snúið. Gerði mér semsagt fyrst safa (frekar mikinn safa) þetta voru sirca 600ml.

 Ég myndaði booztinn áður en ég blandaði banananum og hindberjunum við, einfaldlega vegna þess að ég vissi að hann yrði ljótur á litinn, sem hann svo varð

Innihald

3 appelsínur
2 epli
2 sellerístönglar
125 gr hindber
1 banani
2 lúkur spínat
5 klakar
2 msk hörfræ

Aðferð
Bjó til safa úr 2 eplum, 3 appelsínum og 2 sellerístönglum í safapressu
Setti safann, spínat, hörfræ, banana, klaka og hindber í blandara þangað til að þetta var orðið smooth

Hann var mjög góður og pínu öðruvísi, sellerí-ið kryddar hann sem ég var ánægð með.

Ég er komin í boozt átak

xox
Emmý

Tuesday 24 January 2012

Heiður fermingarstúlka

Þessar myndir tók ég í sumar af henni Heiði vinkonu minni. 
Hún fermdist í Júlí og var svo ótrúlega sumarleg og sæt...




xox
Emmý

Sunday 22 January 2012

Gaman saman

Sunnudagsmorgun hjá Van den Berg systrum

xox
Emmý

Bacalhau (Bakkalá) og sunnudagsmorgun

Eins og svo oft áður þá eyddi ég helginni á Burgemeester... Ég mætti hérna heldur þreytt á föstudagskvöldið, eftir fyrstu vinnuvikuna. Ég þarf semsagt að vakna klukkan 6 á morgnanna, og það er eitthvað sem húsfrúin þarf að venjast en það er búið að vera ótrúlega gaman og ég er að læra margt nýtt.

Við Mammz gerðum einn af okkar uppáhalds réttum í gærkvöldi, Bacalhau. Ég hélt alltaf að þetta væri spænskur réttur en Bjarki og Wikipedia tilkynntu mér áðan að hann er víst Portúgalskur.. Hann er ótrúlega einfaldur og góður og við fáum okkur alltaf þrumara (rúgbrauð) með...




Hlaupagarpurinn minn er að undirbúa sig undir hálf-maraþon í Mars og hljóp rúmlega 16km á meðan að við græjuðum morgunmat

Sætar systur í morgunsárið

Húsfaðirinn á Burgemeester græjaði spæld egg


Dagurinn hjá þessum byrjar alltaf á nýkreistum appelsínusafa og smá leik


Sætust

xox
Emmý

Thursday 19 January 2012

Saltimbocca á Vegelins

Þennan rétt gerði ég í fyrsta skipti á þriðjudaginn. Rétturinn er Ítalskur og uppskriftina fékk ég frá henni mömmu minni (sem fékk uppskriftina hjá Maren frænku), upprunalega er reyndar notað kálfa snitsel en í þetta skiptið brúkaði ég kalkúnasnitsel. Þetta heppnaðist virkilega vel og prinsinn var rosa sáttur

Salvía, Rósmarín og oregano voru kryddin sem ég notaði, allt saman ferskt

4. sneiðar af parma skinku, 4 sneiðar af kalkúnasnitseli og 4 sneiðar af salvíu

Herlegheitunum rúllað saman og fest saman með tannstöngli

Steikt uppúr smjöri og olíu í nokkrar mínútur, eða þangað til að kjötið lokast nokkurnveginn, þá setti ég rúllurnar inní ofn í sirca 10 mínútur við 160°c og græjaði sósuna á meðan

Notaði olíuna og smjörið sem ég notaði til að steikja rúllurnar uppúr. Bætti við 2 bollum af hvítvíni, (mjög gott að hafa þriðja bollann fyrir kokkinn) 1 hvítlauksrif, 1 kúfull teskeið af fersku rósmaríni og 1 tsk af oregano. Hitaði þetta þangað til að hvítvínið hafði soðið niður um helming. Þá tók ég rúllurnar úr ofninum og setti þær ofan í sósuna.

Leyfði þessu að malla í góðar 10 mínútur eða þangað til að kjötið var gegnumsteikt

Á meðan að rúllurnar elduðust skellti ég í sæta kartöflumús. Notaði 4 litlar sætar kartöflur, sauð þær þangað til að þær urðu mjúkar. Hitaði smjörklípu í potti með smá fersku rósmaríni. Bætti svo kartöflunum við og maukaði. Að lokum hrærði ég smá mjólk, salti og pipar við.

Rúllurnar klárar (mamma segir að þær séu of klárar)

Bar þetta fram með soðnu rósakáli, en það má svosem hafa hvaða grænmeti sem er.


Annars er ég búin að vera tvo daga hjá Icelandair og er hæst-ánægð

xox
Emmý