Wednesday 30 November 2011

Kalkúna Schnitzel

Kalkúna og kálfa schnitzel finnst mér gott, kálfa borða ég með raspi en kalkúna án rasps.. mín aðferð við að elda svona er sáraeinföld.






1. Sker niður sætar kartöflur og rauðlauk.
2. Smyr eldfast mót með kókosolíu, set kartöflurnar og rauðlaukinn inní ofn þar til að kartöflurnar verða mjúkar og góðar
3. Hræri saman eitt egg, smá sítrónusafa, soya sósu og krydd (ég nota ítalska kryddblöndu frá oil&vinegar)
4. Velti kalkúna S. uppúr blöndunni, steiki smá stund á pönnu og set svo inní ofn þangað til að það er klárt
5. Sýð langar grænar baunir með, ég hef ekki ennþá komist að því hvað þær heita á íslensku en þær heita allaveganna sweet peas á ensku.


Ég er orðin virkilega svöng á að skrifa um mat en í kvöld ætla ég að fá mér íslenskar ss pylsur og ég er spennt. elskuleg tengdamóðir mín sendi fulla tösku af íslenskum mat til mín og að sjálfsögðu voru pylsur í pakkaum.


xox
Emmý



No comments:

Post a Comment