Wednesday 22 February 2012

Carnival laugardagur í Reeuwijk

Síðustu helgi héldu Hollendingar uppá Carnival og crew-ið á Burgemeester lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. Þið eruð kanski að velta því fyrir ykkur hvað Carnival er, ég skal gera mitt besta að útskýra þetta fyrir ykkur.

Laugardaginn fyrir Öskudaginn heldur stór partur Hollands uppá Carnival og veislan stendur þar til á þriðjudag. Á miðvikudegi hefst svo undirbúningur fyrir næsta Carnival. Það er mikið lagt uppúr því að vera í flottum búningum (hver og einn getur metið hversu flottir þeir eru) og með rosa flottann vagn í skrúðgöngunni, það er nefninlega hápunkturinn. Carnival skrúðgangan þar sem búningar og vagnar eru sýndir, bjórinn teygaður, og frábær Hollensk technó tónlist spiluð... æji ég leyfi myndunum bara að tala sínu máli.

Demilicious var senioríta en þurfti því miður að vera í úlpu

Tveir MJÖG spenntir... eða einn mjög spenntur

Krissý vildi bara vera pæja með eye liner og rauðan varalit, flottust

Þá hefst veislan



Ég veit alls ekki hvað þessir eiga að vera, en flottur róninn bakvið þá

Skvísur á hjóli



Þær byrja snemma í bjórnum í Hollandinu

Þessar fannst mér mjög fyndnar

Sýndu mjög góða takta



Það eru sko allir vinir á Carnival



Tveir krúttlegir á Carnival

Fleira var það ekki

xox
Emmý



Thursday 16 February 2012

Demi 6 ára

Demi litla, eða Demilicious eins og ég kalla hana alltaf varð 6 ára gömul í gær og það var afmælisveisla á Burgemeester. Dagurinn byrjaði að sjálfsögðu á nokkrum pökkum og svo fékk hún að fara í afmælisdressi í skólann, rosa gaman. Hérna eru nokkrar myndir af afmælisbarninu 

Bakaði cupcakes og afmælisköku fyrir dömuna, set inn uppskrift fljótlega




Skreytt á Burgemeester

Opna pakka





Þóra Jóns er enginn amatör þegar kemur að skreytingum

Senjorítu kjóll sem vakti gífurlega lukku

Yndislegust







xox
Emmý

Sunday 12 February 2012

Súrinamskt Roti með Masala kjúkling

Jæja kæru lesendur, fyrir ykkur sem hafið beðið eftir þessari færslu biðst ég innilegrar afsökunar. Þessi vika hefur einkennst af miklum lestartöfum og þreytu. Hollendingar eru ekki vanir því að það frysti og hvað þá snjói þannig að lestarsamgöngur lamast hálfpartinn og þ.a.l. hef ég eytt óþarflega miklum tíma í lest þessa vikuna, svo miklum að ég hef hvorki haft geð né orku í að blogga. Só sorrý en hér kemur bloggið.

Við mamma (og Dísa) höfum ætlað okkur lengi að prufa að matreiða þennan súrinamska rétt, hann heitir Roti og er ákaflega ljúffengur. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Súrinam land í suður Ameríku og matarmenningin er fjölbreytt. Maturinn er oft talinn vera blanda af matreiðslu í Karabíska hafinu, Hollandi, Kína, Afríku, Frakklandi og Spáni og útkoman er súrínamskur matur. Uppistaða réttanna er oftar en ekki kjöt, baunir og ostur. Við mægðurnar ætlum að kynna okkur þetta betur og reyna við meira advanced rétt næst.

Þetta var lokaútkoman

Í roti fyrir 6-7 mans þarftu eftirfarandi:
- Pönnukökur
- Fyllingu í pönnukökur (þessi fer inní pönnukökuna sjálfa áður en hún er steikt á pönnu)
- Kjúklingafyllingu í pönnukökur


Deigið


Það er gott að byrja á deiginu í pönnukökurnar vegna þess að það þarf að hefast í klst, En í það fer eftirfarandi:

- 1kg hveiti
- 4-5 dl vatn
- 2 msk olía

Þetta er afskaplega einfalt deig, öllu er blandað saman í skál og hnoðað, ég mæli með að þið prufið ykkur áfram í vatninu, gætuð þurft aðeins meira eða minna en deigið á að vera mjúkt, en þó ekki svo mjúkt að það klístrist. Þegar öllu hefur verið blandað saman er það látið hefast í klst.

Það næsta sem við gerðum var að sjóða 1 kg af kartöflum



Fylling

Svo var það fyllingin í pönnukökurnar, í hana fór:

200 gr baunir (eins baunir og notaðar eru í baunasúpu)
- 1 msk cummenfræ
- Súrinamskur pipar
- 2 hvítlauksrif





1. Baunir soðnar (held það sé hægt að kaupa þær forsoðnar heima)
2. Vökvinn tekinn af og baunirnar hitaðar á pönnu þar til þær þorna, mega alls ekki brenna.
3. Sesamfræ ristuð á þurri pönnu þar til þau fara að dökkna
4. Sesamfræ stöppuð
5. Pipar, hvítlaukur og sesamfræin maukuð saman með töfrasprota
6. Þegar baunirnar hafa kólnað er allt maukað saman með töfrasprota


Svona leit þetta út eftir að allt var maukað (mínus baunirnar)

Kjúklingur
Í kjúklinginn fer eftirfarandi:

- 1 kg kjúklingur skorinn í bita
- 1 kg kartöflur
- 1 rauðlaukur
- 2 hvítlauksrif
- 1 súrinamskur pipar
- 3 msk karrý Masala
- Salt & pipar
- Olía


1. súrinamskur pipar, hvítlaukur, og 1/2 rauðlaukur maukaður saman með töfrasprota
2. kartöflur afhýddar og skornar í teninga
3. 1/2 rauðlaukur skorinn í þunna hringi og steikur á pönnu uppúr olí þar til hann verður örlítið gylltur
4. Maukinu ásamt Masala kryddinu bætt við laukhringina og látið malla á pönnu í nokkrar mínútur
5. kjúklingabitarnir settir á pönnuna þar til þeir lokast
6. Kartöflum bætt við
7. 2 bollum af vatni hellt útá, allt saman látið eldast í 30 mínútur, gott að hafa lok yfir pönnunni á meðan.

Maukið

Kartöflurnar


Laukhringirnir


Kjúklingurinn ready

Að búa til pönnukökurnar
Það tók smá tíma að búa til pönnukökurnar en puðið var vel þess virði.

Þegar deigið hafði hefast í klst byrjuðum við.

1. Ein lúka af deginu tekin og búin til kúla (ath ég er með frekar litlar hendur)
2. Kúlan aðeins flött út með lófanum og búin til lítil skál (sjá mynd 3)
3. rúmlega 1 msk af fyllingunni sett í "skálina" og þjappað með höndunum (sjá mynd 4)
4. "Skálinni" lokað með smá snúning á endanum einhvernveginn svona:
Mynd af google

5. kúlunni velt uppúr hveiti og flött út með kökukefli, þetta er aðeins stærra en mexíkanskar pönnukökur
6. pönnukökurnar eru svo steiktar á pönnu í smá stund eða þar til að loftbólur myndast, nota mjög litla olíu


Pönnukökur klárar

Þá var ekkert annað eftir en að bera þetta fram, meðlætið sem við völdum voru harðsoðin egg, steikt uppúr olíu og karrý og langar grænar baunir

Mjög einfallt, eggin harðsoðin, skurnin tekin af og þau steikt á pönnu í nokkrar mínútur ásamt karrý og olíu. Skorin til helminga



Virkilega gott og alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt

xox
Emmý