Wednesday, 30 November 2011

Bleikar Bollakökur

Bollakökur eru með því skemmtilegra sem ég baka. Þessar skvísur gerði ég með Krissý litlu systur minni.
´
Uppskriftina af kökunum fékk ég HÉR en ég bætti við smá súkkulaði bitum og bleikum matarlit (Krissý fékk að ráða litnum)



Ég gerði nóg af kremi fyrir þessar kökur og þetta dugði vel á 16 stykki. Ég hrærði 110gr af smjöri í 2 mínútur, bætti við minnir mig 3 bollum af flórsykri, gæti vel verið að þið þyrftuð minna eða meira. Nóg af vanilludropum og 10-12 fersk hindber. Allt hrært vel og lengi saman


Demi var ekkert að stressa sig á bakstrinum, henni finnst best að borða deigið og pósa svo aðeins










Mæli með þessum

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment