Monday 18 June 2012

Gestabloggari vikunnar: Arnfinnur Teitur


Blogginu hefur borist uppskrift sem ég hef ákveðið að birta.

Höfundur er Arnfinnur Teitur Ottesen, matmaður, langhlaupari, og næringarfrumkvöðull.

Salat fyrir sálina:



Hráefni:

Salat no. one - Lolla Rossa & Batavia í beði frá Min Danske Gartner
Spergilkál (brokkolí) - Hrátt (fæði?)
Rauður Laukur (á litinn)
Chile Pipar - Þroskaður
Túnfiskur - niðursoðinn í járndós
Kofaostur
Egg - linsoðin gróf-skurnhreinsuð

Aðferð:

Skorin eru jafnstór stykki úr Salat no. one - Lolla Rossa & Batavia í beði frá Min Danske Gartner ca 50mm á breidd og 3 cm á lengd, sett á disk. 
Spergilkál er rifið niður í viðráðanlegar stærðir og dreift jafnt yfir salat no. one - Lolla Rossa & Batavia í beði frá MDG (MDG: stytting af Min Danske Gartner), sett á disk.
Rauður laukur skorinn milligróft niður og raðað snyrtilega yfir það sem fyrir er komið á diskinn (sjá ofan: Salat no. one og Spergilkál).
Þroskaður Chile Pipar er þverskorinn með jöfnum handtökum. Afrakstri dreift yfir disk.
Túnfiskur tekinn úr járndós og eru einu lagi af fiski smurt yfir grænmeti.
Kofaosti bætt við veisluna
Egg soðin í 3 min - látin snöggkólna í ísvatni - skurn fjarlægð eftir því sem kostur er.

Verði ykkur að góðu.

Saturday 9 June 2012

75 ára afmæli Icelandair

 Jæja, nú er ég búin með starfsnámið mitt hjá Icelandair. Síðasti dagurinn endaði á afmælishátíð sem Amsterdam skrifstofan hélt og vakti partýið mikla lukku. Matur frá bláa lóninu, úlfur úlfur kom og spilaði og allskonar skemmtilegt. Þetta er búin að vera frábær reynsla og ég á eftir að sakna allra á skrifstofunni, skal fúslega viðurkenna það að ég á ekki eftir að sakna þess að taka lestina milli Rotterdam og Amsterdam á hverjum degi!
Núna taka svo við 3 dagar af ritgerð og svo er ég komin í eitt stk langþráð sumarfrí. 

Þessir slógu heldur betur í gegn

Verið að taka á móti gestum, goody-bags og allskonar

DJ-Kalle

Ég á heldur betur eftir að sakna elsku Eline

Ein sem þurfti að tala hollensku

Úlfur Úlfur að draga út einn heppinn vinningshafa

Sáttur



Party time

Icelandair Team

xox
Emmý