Sunday 27 May 2012

Sumarmyndir

Nú er ég laus við ritgerðina í smá stund og herregud hvað það er gott. Ég eyddi helginni á Burgemeester í sól og sumaryl með fjölskyldunni og uppáhalds módelin mín fögnuðu sílærandi systur sinni. Hérna eru nokkrar sumarmyndir...















Það gerist ekki mikið betra, sól, sundlaug, og þessi módel

xox
Emmý

Saturday 19 May 2012

Mangó-Bláberja-Sítrónu Boozt

Byrjaði daginn á þessum...


2 Glös

300-400 ml bláberjasafi
1 mangó
1 lúka fersk bláber
1 lúka frosin bláber
2 lúkur spínat
safi úr 1 sítrónu
klakar

Nú hefjast maraþon skrif á Vegelins

xox
Emmý



Saturday 12 May 2012

Snúður

Ég byrjaði á því að nota heilhveiti í þessa snúða uppskrift (alltaf að prufa eitthvað nýtt sjáið til) en það gekk semsagt ekki, það deig endaði í ruslinu þannig að ég byrjaði uppá nýtt. Þið megið experimenta að vild með þessa uppskrift en ég bið ykkur um að nota venjulegt hveiti (örugglega hægt að nota fínt spelt líka). En þetta er allaveganna afrakstur dagsins:



Ég skoðaði heilann helling af uppskriftum á netinu og endaði svo á að gera þessa. Hún heppnaðist ótrúlega vel og var svona heldur stærri en ég gerði ráð fyrir (örugglega 30 snúðar). Í hana fór eftirfarandi:

800 gr hveiti
2 pakkar þurrger
100 gr hrásykur
2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl mjólk
200 gr ósaltað smjör
1 dl vatn
vanilludropar

Aðferð:

1. Smjör, mjólk, vatn og vanilludropar hitað í potti þar til smjörið er bráðnað
2. Öll þurrefni sett í skál og blandað saman
3. Smjör/mjólkur/vatns/vanilludropa blöndunni blandað saman við þurrefnin og deigið hnoðað
4. Deigið látið hefast í klukkutíma


5. Þegar að deigið er búið að hefast í klukkutíma er því skipt í 4 búta
6. Hver bútur flattur út með kökukefli, þykktin fer eftir því hversu stórir snúðarnir eiga að vera
7. Smá smjör brætt í potti með 6 negulnöglum
8. Blanda kanil og sykri saman
9. Pennsla deigið með smjörinu og strá svo sykri yfir það
10. Rúlla upp deiginu og skera í bita. 


Ég pennslaði þá svo aftur með smjörinu og setti þá á pökunarpappír og inní 180°c heitann ofn (blástur) í 12 mínútur, 

Svona voru snúðarnir þegar að þeir komu úr ofninum


Svo er náttúrulega möst að setja smá súkkulaðikrem á þá.. í það fór eftirfarandi:

100 gr brætt smjör
300 gr flórsykur
50 gr kakó
vanilludropar
4 msk kaffi (eða tvær msk ef þú ert með espressó)
2 msk mjólk

Allt hrært saman



Þessar kíktu í snúðakaffi á Vegelins

xox
Emmý







Tuesday 8 May 2012

Guðni Þór taka 2

Æ hann er svo yndislega bláeygður og fallegur, ég varð að pósta nokkrum í viðbót af Guðna Þór vini mínum...


Góða nótt!
xox
Emmý

Sunday 6 May 2012

Aspassúpa

Nú er aspas season í Hollandi svo mamma ákvað að gera aspas-súpu sem var delicious!

Í súpuna fór eftirfarandi:

10 stk. hvítur ferskur aspas
10 stk. grænn ferskur aspas
1 laukur
1 lítið hvítlauksrif
1/2 ltr kjúklingasoð
1/2 bolli hvítvín
4-5 forsoðnar kartöflur
salt & pipar
smjör
1/2 ltr rjómi
sellerí

Aðferð:

1. Hvíti aspasinn hreinsaður
2. Topparnir skornir af aspasnum og settir til hliðar
3. Laukurinn og hvítlaukurinn saxaður og steiktur uppúr smjöri
4. Aspas bætt útí og létt steiktur
5. Kjúklingasoðinu og hvítvíninu hellt útí
6. Saltað og piprað
7. Kartöflur skornar í bita og settar útí
8. Látið sjóða í 20 mínútur

Svona leit blandan út

9. Allt maukað með töfrasprota
10. Smjörbolla búin til
11. Súpan bökuð upp með aspasblöndunni og rjómanum
12. Topparnir soðnir í létt söltuðu vatni í 5 mínútur

Topparnir soðnir

13. Toppunum bætt útí og súpan soðin í 5-10 mínútur í viðbót
14. Salta og pipra eftir smekk og bæta við dassi af púrtvíni

Súpan borin fram með smá þeyttum rjóma, hvítlauksbrauði, og skreytt með sellerí


Glimrandi góð alveg hreint

xox
Emmý


Apríl mánuður

Ég hef ákveðið að taka mér pásu frá skrifum og blogga aðeins svo þið gleymið mér nú ekki alveg... Það er svo langt síðan að ég bloggaði að ég held að það sé best að setja bara inn myndir
Páskar á Burgemeester með páska túlípönum of course


Fengum frábæra gesti í heimsókn sem komu með fullt fullt fullt af páskaeggjum

Á páskadag voru gerðir páska lamborgarar með bearnaise...

Engar áhyggjur, þóra Jóns klikkaði ekki á skreytingum frekar en fyrri daginn

Heiða, Tómas og Tómas Týr í páskabrunch

Þessi er yndislegur

Svo kíktum við líka í dýragarðinn í Rotterdam

Góðir vinir


Þessi rúsína

Svo átti húsfaðirinn á Burgemeester afmæli, þá skelltum við mæðgur í sushi


Allskonar góðir bitar

Og smá parmaskinka, sem ég væri alveg til í akkúrat núna...

Veisluborðið
Eina helgi í apríl leigðum við Bjarki bíl og keyrðum yfir til Þýskalands...

... Til að hitta þennan bugaða námsmann (pabba) Borðuðum mexíkanskan mat og þýskan morgunverð í góðum félagskap, mjöööög gott
Amma og afi komu svo í heimsókn í lok apríl, það er alltaf best að hafa þau hjá sér

Í lok apríl varð ég líka 25 ára gömul!

Ákaflega gott að hafa þessa hjá sér á afmælisdaginn


Og svo var verslað heilann helling af bláu!!!

Ég ætla svo að koma með aspassúpu blogg eftir smá... tvö blogg á einu kvöldi, þetta hefur ekki skeð síðan í fyrra.

xox
Emmý