Monday 30 September 2013

Cuteness

Er ekki fínt að fá smá krúttskammt á þessu fína mánudagskvöldi? Ég myndaði þessi tvö dásamlegu börn, hann er 2 vikna og hún er 3 mánaða... Það er ekkert dásamlegra

Það tekur á að vera ljón



Thinker


Þessi augu...


Emmý


Sunday 29 September 2013

Frænkur

Myndaði frænkurnar Demi og Rósu í vikunni, við fórum niður að vita og tókum nokkrar myndir í fjörunni.









Emmý

Friday 27 September 2013

Crispy Indverskur kjúklingur

Í kvöld eldaði ég brakandi stökkan Indverskan kjúkling sem heppnaðist vel, allaveganna svo vel að ég ætla að blogga um hann. Ég eldaði fyrir 5 fullorðna og 4 börn, og notaði u.þ.b. 1,2 kg af kjúkling





Ég byrjaði á að skera kjúklingabringurnar í þrjá bita og búa til jógúrt marineríngu, í hana fór:


1 dós grísk jógúrt (350gr)

2 egg

2 msk mjólk
1 raspað hvítlauksrif
1-2 cm fersk röspuð engiferrót
3 tsk soja sósa
2 tsk Cumin (ath ekki kúmen)


1 tsk Garam Masala

salt og pipar eftir smekk


Svona leit marineringin út, temmilega þykk


Þessu var öllu blandað ljúflega saman og það er fínt að láta kjúklinginn liggja í þessu á meðan að restin er græjuð


Næst á dagskrá er að raða upp 10 brauðsneiðum á plötu og grilla í ofni þar til þær verða gylltar og harðar, þær eru svo látnar kólna og að lokum muldar í matvinnsluvél. Ég blandaði 1 tsk af lauksalti og 1 tsk af hvítlauks pipar við blönduna en það er um að gera að krydda eftir smekk. 


Ég eldaði heima hjá pabba og hann á mjög svo myndarleg kartöflugrös í garðinum. Við tókum að sjálfsögðu upp nýjar kartöflur til að nota með kjúklingnum. Það er náttúrulega smekksatriði hvað fólk vill mikið af kartöflum en ég geri alltaf alltaf alltaf of mikið af kartöflum, þetta er einhver veikleiki sem ég hef erft frá mömmu (og hún frá afa) þannig að ég ætla ekki að gefa upp hvað ég gerði mikið af kartöflum:)



Beautiful


Lang bestu kartöflurnar



Kartöflur
x mikið magn af kartöflum
2 brokkolíhausar
1 chilli (smekksatriði)
2 hvítlauksrif


Ég sauð þær þar til þær urðu mjúkar, þá þurrkaði ég þær og lét kólna aðeins. Næst skar ég niður chilli, mjöööög smátt og raspaði 2 hvítlauksrif útí pönnu með mikið af olíu á. Það lét ég malla í eina mínútu á mjög vægum hita og skar á meðan niður tvo brokkolí hausa. Þeim var svo bætt við chilli/hvítlauksolíuna og látið eldast á vægum hita í 25 mínútur eða þar til brokkolíið varð mjúkt. Næs skar ég kartöflurnar í báta og bætti þeim við brokkolíið og lét hitna


Guðdómlegt chilli af chilli plöntunni hennar mömmu



Á meðan að brauðið var í ofni og að kólna gerði ég Raita sósuna mína sem ég hef ekkert breytt því mér finnst hún unaðslega, uppskriftina má finna HÉR, hún er svo geymd inní ísskáp þar til hún er borin fram.

Kjúklingnum er svo velt uppúr brauðmylsnunum (einn biti í einu), steikt uppúr nóg af smjöri (nokkrar mínútur hvor hlið) eða þar til að skorpan verður fallega gyllt. Bitunum er svo raðað í eldfast mót (sem er smurt með olíu) og látið vera inní 190°c heitum ofni á blæstri í sirca 20 mínútur.. Það er gott að taka einn bita úr og skera í miðjuna til að fylgjast með..

Búið að velta honum uppúr marineríngu og brauðmylnsnum


Steiktur


Kominn úr ofninum


Þetta var svo borið fram með rjúkandi heitu Naan brauði og góðu rauðvíni





xox
Emmý

Thursday 26 September 2013

Drekinn minn er 1 árs

þessa setningu sagði ég við sjálfa mig þegar að ég vaknaði morguninn 18. september s.l. Ég átti mjög bágt með að trúa þessu og þegar að leið á daginn rifjaði ég upp hvað ég hefði verið að gera fyrir nákvæmlega ári síðan. Það er ómögulegt að reyna að lýsa því hversu mikil birta fylgdi þessum litla dreka þegar að ég leit hann fyrst augum klukkan nákvæmlega 16:37 þann 18. september 2012 og hann hefur bætt og kætt líf mitt hvern einasta dag síðan þá.


Að fylgjast með einstakling þroskast og dafna, sem að þú bjóst til, er magnað. Þegar að hann brosir til mín og segir mamma held ég stundum að hjartað mitt ætli að springa af ást og ég er sannfærð um að það sé ekki hægt að elska meira en þetta... þá tekur hann utan um mig og sýnir mér að það er hægt.

Þessi færsla er orðin örlítið dramatískari en ég hafði hugsað mér en þegar að móðurhjartað tekur völdin þá er víst ekkert annað í stöðunni! Við héldum uppá afmælið hans með pompi og prakt og fengum fullt af heimsóknum. Drekinn er svo heppinn að eiga fullt af yndislegum ömmum sem að hjálpuðu okkur og komu með allskonar kræsingar. Ég og mamma skreyttum svo (ég geri mér fyllielga grein fyrir að sumum finnst ég kannski klikkuð að skreyta fyrir eins árs afmæli eeeeeen það verður bara að vera svoleiðis). Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum og set svo inn uppskriftir við tækifæri


Veisluborðið

Óli Dór 1 árs


Drekakaka og dreka veitingar



Hissa á þessu öllusaman


Family


Besta knúsið

xox
Emmý


Wednesday 25 September 2013

Hrafnhildur Arín

Yndisfríða systir mín hún Arín í haustmyndatöku... Litirnir og birtan í dag pössuðu fullkomlega við fallega rauða hárið hennar svo ég er ánægð með útkomuna. 


















xox
Emmý