Sunday 25 March 2012

Sunnudags-picnic

Loksins loksins loksins er vorið komið. Við systurnar (og Bjarki) héldum uppá það með picnic á trampólíninu að ósk van den berg systra.

Pós, sól og pönnukökur fyrir þessa
Soldið mikil sól

Prinsinn



Þetta er möst á pönnukökurnar

Amerískar pönnukökur sem allir elska

5 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
4 msk hrásykur
2 1/2 dl mjólk
2 1/2 dl jógúrt (gott að hafa jógúrt með bragði, t.d. karamellujógúrt)
6 msk olía
2 egg

Þurrefnum blandað í skál, eggjum, jógúrt, mjólk og olíu blandað í skál. Öllu hrært saman og steikt á pönnu

Og að sjálfsögðu ferskur ananas og allskonar gúmmelaði

xox
Emmý


Sunday 18 March 2012

Eplakakan hennar Ömmu Þóru

Þessa eplaköku elska ég, uppskriftin er frá Ömmu Þóru og hún er unaðsleg. Ég hafði ekki fengið þessa köku í mörg ár en  við mamma ákváðum að gera hana á síðustu helgi. Mér fannst ég sitja við eldhúsborðið á Stillholtinu hjá Ömmu Þóru  þegar að ég tók fyrsta bitann og hún var ennþá jafn góð.

Í eitt stórt fat fer eftirfarandi:

- 350 gr sæt epli (5 epli)
- 150 gr sykur
- 1/4 glas vanilludropar
- 30 tvíbökur
- Jarðaberjasulta


Þar sem að tvíbökur fást ekki í Hollandi prufuðum við mamma að gera heimabakaðar tvíbökur og ég myndi segja að það væri möst í þessa uppskrift. Í 30 tvíbökur fóru:

- 1 dl olía
- 2 dl volgt vatn
- 4 tsk þurrger
- 4 msk sykur
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk malaðar kardimommur
- 6 dl hveiti


 Kardimommur malaðar og settar til hliðar


Ger leyst upp í olíu og volgu vatni, rest af hráefni bætt úti og hrært saman. Móta bollur, setja á smjörpappír og láta hefast í 40 mínútur

Svona voru bollurnar þegar að þær komu útúr ofninum (10 mínútur á 225°c)

Bollurnar skornar í tvennt og grillaðar í ofni í 15 mínútur á 175°c. Þær eru látnar þurrkast og kólna í eftirhitanum

Tvíbökur klárar

Eplin skorin og svo maukuð. Sykur, eplamauk og vanilludropar soðin í potti við vægan hita þangað til að þetta verður hlaupkennt. Það tók u.þ.b 20-30 mínútur. Látið kólna.

Svona leit epla sultan út 

Þá voru tvíbökurnar muldar og 3/4 settar í botninn á vel smurðu eldföstu móti

Svo heltum við epla blöndunni yfir tvíbökurnar

Þunnt lag af jarðaberjasultu smurt yfir eplin

Þá var skvísan klár í ofninn


Kakan var sett í 200°c heitann ofn rétt áður en hún er borin fram (sirca 10 mínútur) og hana verður að borða með þeyttum rjóma (eða það finnst Ömmu Em)

xox
Emmý

Saturday 17 March 2012

Sushi á Burgemeester og Guðni Þór í myndatöku

Það er nóg að gera hjá bloggaranum um þessar mundir (sbr. bloggleysi) ritgerðin að komast í fullt fjör og svo náttúrulega vinnan. Ég var hinsvegar í fríi á fimmtudag og föstudag og naut frídagana með góðum gestum á Burgemeester. Guðni Þór, vinur minn kom í heimsókn með mömmu sinni. Við fórum að sjáfsögðu út í smá myndatöku og hér kemur smá sýnishorn...




Bláeygt bjútí



Það er ekki endalaus hamingja í myndatökum...

Svo skelltum við í Sushi í gær og það var unaður, ég útbjó tvo sérstaka bita fyrir mig sem eru með þeim betri sem ég hef fengið. Spicy tuna annars vegar og rækju/mangó bita hins vegar.


Að sjálfsögðu grænmeti í öllum regnbogans litum



Spicy tuna bitinn var mjög auðveldur. í Fyllinguna fór eftirfarandi:

2 dósir túnfiskur í olíu 
3 msk majones
1/2 vorlaukur smátt saxaður
chilli krydd
tabasco sósa

Ég tók olíuna af túnfisknum, saxaði vorlaukinn smátt og blandaði því svo við majonesið. Svo er bara að prufa sig áfram með chilli kryddið og tabasco sósuna. ég sett sirca 1 tsk af chilli kryddi og 1/2 tsk af tabasco. þetta dugar í rúmlega 5 rúllur (40 bita)

Svo var það mango/rækju bitinn sem kom  mjög skemmtilega á óvart. Í hann fór eftirfarandi:

Djúpsteiktar rækjur
Mangó
kóríander sósa

Sósan var mjög einföld, setti 1 msk af majonesi, 1 msk af sýrðum rjóma og lúku af kóríander í blender og lét maukast (smá salt og pipar bætt við í lokin). Rækjurnar settum við bara í gamla góða orly deigið og djúpsteiktum. Ég mæli sterklega með þessum


Mundi kíkti líka í mat

Helgin er búin að vera góð, mjög góð. Ljósmyndalessan var líka í skýjunum yfir að fá svona fallegt módel í heimsókn.

xox
Emmý



Sunday 4 March 2012

Sunnudagsmorgun

 Burgemeester crew-ið elskar fátt meira en sunnudags brunch, þess vegna var ákveðið að skella í eitt stk svoleiðis í morgun. Ég þurfti náttúrulega að taka myndir af veislunni, en var því miður ekki með myndavélina, þess vegna verða iPhone myndir að duga

Amerískar pönnukökur með jarðaberjum...


.

Brauð með bökuðum baunum, egg, kartöflur og beikon...

Og svo smá ávextir til að kafna ekki í óhollustunni

xox
Emmý



Thursday 1 March 2012

Baby fever

Ekki búin að blogga í heila viku, nú lofa ég að fara að bæta mig! En ástæðan fyrir þessu bloggleysi er sú að ég skrapp í helgarferð heim til Íslands á árshátíð Icelandair. Það var vægast sagt æðislegt að geta knúsað liðið aðeins, þó svo að ég hefði þurft sirca viku í viðbót til að heimsækja alla sem ég vildi en það verður að bíða þangað til í sumar

Ég á svo mikið af litlum og sætum vinum og ég fékk að knúsa tvo glænýja vini mína í fyrsta skipti, svo beið Anna Lea mín með bros á vör. 

Hérna koma nokkrar myndir af litlu módelunum

Anna Lea kom í myndatöku ársins, sat og pósaði fyrir mig í 40 mínútur 


Brosmild og sæt

Þessi litli moli er rúmlega mánaðar gamall og strax orðinn flinkur í að pósa


Svo fékk ég loksins að knúsa Budduprinsinn 

Þetta bros og þessar kinnar...

Annars hefur bloggarinn legið í bælinu síðustu tvo daga með flensu

xox
Emmý