Friday 15 July 2016

Núðlusalat með grilluðum tígrisrækjum

Sumarlegt og ákaflega einfalt salat fyrir tvo.

Þú þarft:



Marinering/sósa

1 dl olía
2 msk sweet chili sósa
2 tsk red curry paste
3 msk soya sósa
2 msk hunang

Aðferð: Öllu hrært vel saman og blöndunni skipt til helminga í skál og í pott, rækjur settar í skálina og látnar marinerast í amk 30 mín (gott að hafa yfir nótt inni í ísskáp) restin fer í lítinn pott, bætt við 1 msk af hunangi og 2 msk kókosmjólk. Sósan látin malla við vægan hita í 5 mín og pipruð eftir smekk, látin kólna og borin fram með salatinu.



Rækjur eru þræddar á grillspjót (muna að bleyta spjótin vel) og grillaðar á háum hita, sirca 1,5 mínúta á hvorri hlið en það fer eftir stærð rækjunar.





Núðlur eru þurrsteiktar á pönnu og restin af hráefnunum skorin eftir smekk. Svo er bara að setja þetta á fallegan disk og njóta!


No comments:

Post a Comment