Wednesday 16 October 2013

Túnfiskpasta upgrade

Þetta spaghetti sameinar þrjá hluti sem ég elska afar heitt. Ítalska heimatilbúna tómatsósu, túnfisk og spaghetti.

Þessi uppskrift ætti auðveldlega að duga fyrir 4 og í hana þarftu:
- 12 tómata
- 1 lauk
- 2 hvítlauksrif
- 1 chilli
- 1 rauða papríku
- 4 meðalstórar gulrætur
- 1/2 sellerístöngul
- 1/2 kúrbít
- 2 túnfiskdósir (í olíu)
- 1 dós af tómatpúrru
- handfylli af ferskri basilikku
- 500 gr spaghetti
- salt og pipar

Byrjaði á að mynda þessa gullfallegu tómata, ég meina þessi litur er to die for


Eftir myndatökuna sauð ég vatn í potti og skar X í alla tómatana

Sauð tómatana í 1 mínútu

og setti þá svo í klakavatn og lét þá kólna.
Hér er grænmetið sem ég notaði (- rauðlaukurinn en hann passaði bara svo vel inní þessa mynd)


Skar niður laukinn og chilli-ið og kramdi svo hvítlaukinn. Þetta hitaði ég á pönnu með nóg af olíu í örugglega 6 mínútur eða þar til að laukurinn varð örlítið gegnsær
Næst á dagskrá var að skera niður papríku, gulrætur og selleríið. Ég skar þetta  mátulega smátt en passaði mig á að hafa selleríið smátt skorið, mér finnst nefninlega ógeðslegt að fá risastóra sellerí bita uppí mig.
Þegar að laukurinn var klár bætti ég við gulrótum, sellerí og papríku og steikti á pönnu þar til að þetta fór að mýkjast (líklegast um 5 mín)
saltaði

Á meðan að þetta mallaði tók ég hýðið af tómötunum sem voru orðnir mátulega kaldir. Hýðið ætti að renna mjög auðveldlega af. Eftir að þeir eru afhýddir er tvennt í stöðunni. Annaðhvort að vera mjög pen/penn og hreinsa fræin í burtu með skeið og skera svo kjötið í bita eða að nota guðsgafflana. Ég valdi síðari kostinn og kreysti bara tómatana. Það sem ég vildi var að ná þessu hvíta/harða inní tómatinum og svo notaði ég restina í sósuna.
Hrærði tómötunum og tómatpúrrunni saman við og lét þetta malla á lágum hita í 20 mínútur

passa bara að hræra á sirca 5 mínútna fresti

Skera basilikkuna

Þá bætti ég við kúrbítnum, túnfisknum og basilikkunni og lét malla í aðrar 10-15 mínútur

Á meðan að sósan mallar er tilvalið að sjóða spaghettíið, ég læt suðuna koma upp, bæti við smá olíu og salti og sýð svo spaghettíið í 10 mínútur.

Voila

Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að það á að bera þetta fram með rauðvíni og parmesan osti.

Emmý













No comments:

Post a Comment