Sunday 10 November 2013

Föndur

Á meðan að drekinn tók blund datt mamman í föndurgír... Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni í þessu ógeðslega veðri í dag en að hafa það huggulegt við kertaljós. Helst hefði ég verið til í rauðvínsglas með þessu en ég lét kaffibollann duga þar sem að klukkan var ekki nema tvö. Hugmyndina af þessum herlegheitum má finna HÉR en mig langaði til að gera eitthvað litríkt í drekaherbergið... hér er útkoman


Í þetta verkefni þarf eftirfarandi:

4x A4 blöð
4 svampa (ég klippti bara einn í 4 bita)
akrýl liti
vatn í skál
heftara
vír
skæri

Ég bleytti svampana í smá vatni, dýfði þá í litinn sem ég notaði hverju sinni og málaði aðra hliðina á blaðinu. Lét þorna og litaði þá hina hliðina.

Þegar að ég hafði litað blöðin appelsínugul, blá, græn og gul notaði ég aðferðina sem finna má í blogginu hér að ofan. þetta var ótrúlega einfalt og ég notaði vír til að "binda" blævængina saman.
Það er nauðsynlegt að hafa smá mogga undir þessu öllu til að vernda borðið og svo er gott að setja málninguna á seríos pakka.

Ég notaði vírinn einnig til að hengja þetta upp í gardínustöngina.




Þessa dagana er ég smá föndursjúk og ef ég þekki mig rétt þá á ég ekki eftir að geta hætt og áður en Bjarki veit af mun hann ekki geta komist á milli herbergja fyrir músastigum og heimagerðum óróum.

-Emmý-


No comments:

Post a Comment