Sunday 18 March 2012

Eplakakan hennar Ömmu Þóru

Þessa eplaköku elska ég, uppskriftin er frá Ömmu Þóru og hún er unaðsleg. Ég hafði ekki fengið þessa köku í mörg ár en  við mamma ákváðum að gera hana á síðustu helgi. Mér fannst ég sitja við eldhúsborðið á Stillholtinu hjá Ömmu Þóru  þegar að ég tók fyrsta bitann og hún var ennþá jafn góð.

Í eitt stórt fat fer eftirfarandi:

- 350 gr sæt epli (5 epli)
- 150 gr sykur
- 1/4 glas vanilludropar
- 30 tvíbökur
- Jarðaberjasulta


Þar sem að tvíbökur fást ekki í Hollandi prufuðum við mamma að gera heimabakaðar tvíbökur og ég myndi segja að það væri möst í þessa uppskrift. Í 30 tvíbökur fóru:

- 1 dl olía
- 2 dl volgt vatn
- 4 tsk þurrger
- 4 msk sykur
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk malaðar kardimommur
- 6 dl hveiti


 Kardimommur malaðar og settar til hliðar


Ger leyst upp í olíu og volgu vatni, rest af hráefni bætt úti og hrært saman. Móta bollur, setja á smjörpappír og láta hefast í 40 mínútur

Svona voru bollurnar þegar að þær komu útúr ofninum (10 mínútur á 225°c)

Bollurnar skornar í tvennt og grillaðar í ofni í 15 mínútur á 175°c. Þær eru látnar þurrkast og kólna í eftirhitanum

Tvíbökur klárar

Eplin skorin og svo maukuð. Sykur, eplamauk og vanilludropar soðin í potti við vægan hita þangað til að þetta verður hlaupkennt. Það tók u.þ.b 20-30 mínútur. Látið kólna.

Svona leit epla sultan út 

Þá voru tvíbökurnar muldar og 3/4 settar í botninn á vel smurðu eldföstu móti

Svo heltum við epla blöndunni yfir tvíbökurnar

Þunnt lag af jarðaberjasultu smurt yfir eplin

Þá var skvísan klár í ofninn


Kakan var sett í 200°c heitann ofn rétt áður en hún er borin fram (sirca 10 mínútur) og hana verður að borða með þeyttum rjóma (eða það finnst Ömmu Em)

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment