Sunday 6 May 2012

Aspassúpa

Nú er aspas season í Hollandi svo mamma ákvað að gera aspas-súpu sem var delicious!

Í súpuna fór eftirfarandi:

10 stk. hvítur ferskur aspas
10 stk. grænn ferskur aspas
1 laukur
1 lítið hvítlauksrif
1/2 ltr kjúklingasoð
1/2 bolli hvítvín
4-5 forsoðnar kartöflur
salt & pipar
smjör
1/2 ltr rjómi
sellerí

Aðferð:

1. Hvíti aspasinn hreinsaður
2. Topparnir skornir af aspasnum og settir til hliðar
3. Laukurinn og hvítlaukurinn saxaður og steiktur uppúr smjöri
4. Aspas bætt útí og létt steiktur
5. Kjúklingasoðinu og hvítvíninu hellt útí
6. Saltað og piprað
7. Kartöflur skornar í bita og settar útí
8. Látið sjóða í 20 mínútur

Svona leit blandan út

9. Allt maukað með töfrasprota
10. Smjörbolla búin til
11. Súpan bökuð upp með aspasblöndunni og rjómanum
12. Topparnir soðnir í létt söltuðu vatni í 5 mínútur

Topparnir soðnir

13. Toppunum bætt útí og súpan soðin í 5-10 mínútur í viðbót
14. Salta og pipra eftir smekk og bæta við dassi af púrtvíni

Súpan borin fram með smá þeyttum rjóma, hvítlauksbrauði, og skreytt með sellerí


Glimrandi góð alveg hreint

xox
Emmý


2 comments:

  1. Nammi!!! eg var einmitt að hugsa það hvað mig langaði mikið í aspassúpu í morgun þegar ég vaknaði!! haha ég einfaldlega verð að elda þessa á morgun :) Þú ert alveg með þetta.

    ReplyDelete
  2. hahaha.. allt fyrir þig elskulegust. miss miss miss

    ReplyDelete