Friday 24 May 2013

Morgunmatur

Ég gerði mér svo góðann hafragraut í morgun að ég varð að blogga um hann


Í hann fóru:

Tröllahafrar
Chia Fræ
Sólblómafræ
Rúsínur

Ég er löngu hætt að mæla hversu mikið ég set af hverju, enda er það bara smekksatriði.. Ég set svo alltaf mjólk og kanil útá grautinn og ef ég á það til set ég eina msk af skyri með, það er mega gott.

Ég verð svo södd af þessum graut að það nær engri átt

xox
Emmý



Sunday 19 May 2013

8 mánaða

 Í gær voru 8 mánuðir síðan að heimsins fallegasti dreki kom í heiminn og í áttunda skipti tókum við mæðginin myndatöku...









Þegar að svipirnir eru óteljandi er erfitt að velja bara eina mynd...

xox
Emmý

Tuesday 14 May 2013

Sýningin hennar Veru

Þessi stórglæsilega vinkona mín er að halda sína aðra myndlistarsýningu um þessar mundir og ég er alveg ótrúlega stolt af henni. Hún er ekki bara einstaklega hæfileikarík og hugmyndarík heldur er hún líka frábær vinkona! Ég kíkti á hana á Skólabraut 26 í dag og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur.

Vera Líndal Guðnadóttir


Þessi er mín uppáhalds

Yndislegar mæðgur

Á sýningunni eru bæði akrýl málverk og teikningar eftir hana





Ég elska litina sem að Vera notar í verkin sín og eins og þið sjáið þá er hún með ótrúlegt ímyndunarafl!

Anna Lea að skoða

Ég mæli eindregið með að fólk kíkji á hana á Skólabraut 26, sýningin er opin til 24.maí

HÉR er svo facebook síðan hennar

xox
Emmý


Sunday 12 May 2013

Food porn á Gamla Kaupfélaginu

Fór niður á Gamla Kaupfélag um daginn til að smakka nokkra rétti úr nýja tandoori ofninum, tók smá food porn myndir og ákvað að leyfa ykkur að skoða á þessu líka ljómandi fína sunnudagskvöldi

Kjúklingasalat


Kjúklingaburger, reyndar ekki úr tandoori ofninum en djúsí og góður

Piri Piri kjúklingur


Penne pasta með tígrisrækjum, uuuunaðslegt


Ég bið ekki um mikið meira, súkkulaðikaka, ís, jarðaber og kaffi


xox
Emmý

Tuesday 7 May 2013

Afmælis-brunch

Ég varð 26 ára gömul þann 30.apríl s.l. og átti góðann dag þrátt fyrir lungnabólgu, hor, og hita. Mamma kom og eldaði mexíkanskan mat fyrir mig og ég fékk fullt af góðum kveðjum, heimsóknum og fullt af pökkum! Í gær bauð ég svo nokkrum góðum vinkonum í brunch á Asparskógana sem heppnaðist með eindæmum vel svo ég ætla að deila með ykkur nokkrum brunch uppskriftum sem ég gerði, ef ykkur skyldi vanta hugmyndir!

Við mamma tókum þetta kannski skrefinu lengra en gengur og gerist í skreytingum, en sumarlegt var borðið!

Jógúrt og Granóla með jarðaberjum, bláberjum, og hindberjum

Ég gerði múslíið kvöldið áður, þetta var sára sára einfalt og ég notaði í rauninni það sem ég átti til og það var eftirfarandi:

-3 dl tröllahafrar
-2 dl sólblómafræ
-1,5 dl heslihnetur
-2 dl kókosflögur
-2 dl möndluflögur
-2 dl rúsínur
-1,5 dl olía
-3 msk hunang

Blandaði öllu sama í skál, sett á ofnplötu og inní 180°c heitann ofn í sirca 20 mínútur, þarf að velta þessu reglulega og fylgjast með að þetta brenni ekki

Ég hrærði saman gríska jógúrt með smá sykri og mjólk og setti svo til skiptis í glas:

-Grísk jógúrt
-Jarðaber/hindber/bláber
-Hlynssíróp
-Múslí

Mímósa
Þetta var dásamlega gott svona á sunnudegi og ég mæli með þessu, reyndar held ég að í mímósu sé bara notaður hreinn appelsínusafi þannig að þetta er mímósa með twisti!
Safi:

-6 appelsínur
-4 epli
-gulrætur eftir smekk (ég notaði í kringum 5 meðalstórar)
-engifer eftir smekk (ég notaði í kringum 2 cm)
-sítróna

Þetta fór allt saman í gegnum safa pressuna góðu, þessu er svo blandað saman við freyðivín (u.þ.b 50/50)


Hleypt egg með reyktum laxi


Ég sá mjög skemmtilega hugmynd á einu af uppáhalds bloggunum mínum, þessu HÉR og varð náttúrulega að prufa. Ég notaði sömu aðferð og er lýst þarna til að elda eggin og það heppnaðist fullkomlega nema að ég þurfti að elda þau í 6 mínútur í 90°c heitu vatni

Ég notaði maltbrauð og á það setti ég:

-Smá smjör
-Rucola
-Reyktan lax
-Hleypt egg
-Kirsuberjatómatar
-Salt/Pipar

Þetta var ótrúlega gott, eggið og reykti laxinn eru virkilega góð blanda


Skálað


Diskurinn

Amerískar pönnukökur
 Ég hef bloggað um þær áður, uppskriftina finnur þú HÉR, þær eru alltaf góðar!

Eftirfarandi var líka á boðstólnum:
- Brauð
- Eggjahræra krydduð eftir smekk
- Beikon, eldað á grillinu
- Kartöflur, steikatar á pönnu með salti
- Ferskur ananas, melóna, og mangó
- Túnfisksalat og Rækjusalat ala mamma (Næsta færsla verður tileinkuð þeim, þau eru bæði í miklu uppáhaldi)

Ég ætlaði mér að taka miklu fleiri og betri myndir en við töluðum og borðuðum svo mikið að það gleymdist, þessar myndir verða að duga í bili

xox
Emmý