Friday 21 December 2012

Desember stúdínur

Þær voru sætar stúdínurnar sem ég myndaði í vetrarveðrinu í dag (9°c hiti)






Golíat fékk að vera með







xox
Emmý

Thursday 18 October 2012

Mánaðar gamall

Í dag er prinsinn minn mánaðar gamall, alveg skuldlaust besti mánuður sem ég hef lifað hingað til! 
Ég ætla að reyna að taka alltaf myndir af honum átjánda hvers mánaðar, hér eru nokkrar úr fyrstu myndatökunni.


Þessi myndataka byrjaði frekar erfiðlega

Svo varð hún bara næs



Verið að tékka hvort það sé brjóst þarna einhverstaðar

Pós


xox
Emmý



Saturday 13 October 2012

Mamma

Nú hef ég tekið mér tæplega 2 mánaða bloggpásu. Í bloggpásunni afrekaði ég það að koma fullkomnum og yndislegum prins í heiminn. Hann fæddist 18.september og ég get alveg fullyrt að þetta er það ótrúlegasta og yndislegasta sem ég hef nokkurtíman gert. Prinsinn minn fékk nafnið Ólafur Dór og hann er það fallegasta sem ég hef séð og ég er alveg viss um að hann sé besta barn sem hefur fæðst í þennan heim :)

Ég fer hægt og rólega að detta aftur í blogg gírinn og lofa humar-pizzu-bloggi á næstu dögum, 

Nokkrum dögum áður en Ólafur Dór kom í heiminn

Fallegastur af öllum

Duglegur

Stórmerkilegt dót

Ný kominn heim af spítalanum

Það allra allra allra besta

xox
Emmý


Sunday 19 August 2012

Haukur Óli Stúdent

Tók nokkrar myndir á föstudaginn af nýstúdentnum og frænda mínum honum Hauki Óla. 


Haukur Óli og Ása Katrín




Stórfjölskylda


Ása Katrín


xox
Emmý


Friday 17 August 2012

Day at the beach

 Í dag kíkti ég aðeins á Langasand með van den Berg systrum. Gúrme veður, falleg strönd og tvær mjög sætar sem pósuðu fyrir systir sína...



Stilltar og prúðar

Ólétt í viku 35


Þessi tók smá lögn í góða veðrinu



Demilicious




xox
Emmý




Wednesday 8 August 2012

Allskonar myndir

Þetta sumar er búið að vera svo ótrúlega næs, búin að koma mér fyrir, ferðast, hvílast og gera það sem mér þykir skemmtilegast. Ég er búin að fá að taka helling af myndum af fallegu fólki og ennþá fallegri börnum, ákvað að deila nokkrum með ykkur...

Una og Addi giftu sig 21. Júlí. Vikuna fyrir brúðkaupið var sól og blíða, á laugardeginum spáði hins vegar stormi. Ég krosslagði fingur um að það myndi ekki rigna á þau í myndatökunni og sem betur fer kom ekki einn einasti dropi

Yndisleg


Ég held þær gerist ekki mikið fallegri

Brúður


Þetta er hún Anna Lea sem er orðin 1.árs

1.árs rúsína


Þetta er svo Árný Lea, ég skemmti mér konunglega við að mynda hana uppí Skógrækt um daginn


Halldór Elí, bláeygður og algjört módel

Fallega Þórdísin mín, við fórum uppí skógrækt að taka nokkrar myndir áður en baby kemur



Rúrik Salvarsson, lá og pósaði fyrir mig í heilar 30.mín


Þessa pósu ákvað hann að koma með alveg sjálfur


Eyrún og Birkir giftu sig 28.júlí í sól og blíðu


Hallur Hrafn bjútí, ég gæti eiginlega borðað þessar kinnar

Í kvöld ætla ég svo að fá nokkrar fabulous í mat á Asparskógana, ég ætla að bjóða uppá Indverska veislu. Þið getið fundið allskonar Indverskar uppskriftir HÉR

xox
Emmý