Wednesday, 30 November 2011

Boozt

Ef þú ert vinur minn eða vinkona á facebook þá hefur þú eflaust tekið eftir því að ég hef mikinn áhuga á boozt drykkjum. Ég geri mér nánast undantekningalaust boozt á morgnanna (nema þegar að ég þarf að vakna klukkan sjö, mér finnst það persónulega of snemmt fyrir hljóðin í blandaranum mínum). Þegar að ég er í stuði þá tek ég líka myndir af herlegheitunum..



Í þennan fjólubláa drykk fór eftirfarandi:
- 80-100 ml af lífrænum berjasafa
- nokkrir klakar
-ein lúka af frosnum bláberjum
- örlítið af frosnu mangó
- 1 msk hörfræ
- 1 msk chia fræ
- 1 msk kókosolía (með kókosbragði)
- 1/2 tsk spírulína
- rúmlega ein lúka af spínati

Ég ven mig á að hafa alltaf spínat, hörfræ og kókosolíu í booztunum mínum, svo set ég af og til chia fræ eða spírulínu með...

Mæli með að þið prufið, þetta er allt voðalega flókið í byrjun en maður er fljótur að koma sér upp rútínu 

xox
Emmý

2 comments: