Monday 28 January 2013

Humarpizzan hans pabba

Ég hef áður bloggað um pizzuna hans pabba, eða réttara sagt pizzubotninn hans pabba. Í þessari uppskrift er notaður sami botn, en uppskriftina finnur þú HÉR. Mér finnst þessi botn vægast sagt unaðslegur og þessi útgáfa af pizzu er með þeim betri sem ég fæ. 


Það er gott að byrja á að gera hvítlauksolíuna (á meðan að deigið bíður t.d) og leyfa henni að standa á meðan að pizzan er gerð. Hún er einföld, bara olía og kramin hvítlauksrif, ég set aldrei meira en 2 en pabbi er hvítlauksmaður og setur a.m.k.6

Næst er sósan gerð. 1/2 dl sætt sinnep, 1/2 dl dijon sinnep og 1 dl olía. Sinnepinu er fyrst hrært saman og svo olíunni blandað rólega við

Sirca 200 gr af humar fyrir einn pizzubotn, pabbi setur oftast aðeins meira

Sinnepdressingin er sett á pizzubotninn og pizzan svo sett inní 190°c heitann ofn í 10 mínútur

Eftir það er humarinn, ostur, og sveppir eftir smekk sett á pizzuna og aftur inní ofn í 10 mínútur.

Hún er svo borin fram með Rucola, parmesan osti, og hvítlauksolíunni

Einfalt, fljótlegt og fáránlega gott

xox
Emmý


Friday 25 January 2013

Bónda-göngutúr

Ég viðraði bóndana mína í göngutúr um Akranes í dag og tók nokkrar myndir á leiðinni

Fyrir utan Asparskógana

Stóri bóndi og litli bóndi

Litli bóndinn



Akrafjallið

xox
Emmý

Thursday 24 January 2013

Fljótlegt kjúklinga/beikon spaghetti


Fékk þetta ótrúlega góða og einfalda spaghetti hjá pabba um daginn, tilvalið að nota afganga af heilum  kjúkling í þetta

Í þetta fór:
Spaghettí
Beikon eftir smekk
Kjúklingur
Hvítlaukur eftir smekk
Sólblóma og graskersfræ eftir smekk
Maldon salt

Aðferð:
1. Sjóða spaghetti
2. Steikja hvítlauk uppúr olíu í smá stund
3. Bæta við beikoni og kjúkling og steikja þar til kjúklingurinn er eldaður (eða orðinn heitur ef þú notar afganga)
4. Taka vatnið af spaghettí inu og bæta því við, blanda öllu saman
5. Steikja fræin á pönnu með smá maldon salti og strá svo yfir spaghettí-ið 

Það er örugglega mjög gott að hafa rucola og parmesan ost með þessu líka

xox
Emmý

Saturday 19 January 2013

4 myndir

4 mánaða yndislegi drekinn minn!


Ég ætlaði bara að láta vita að ég stefni a tvö blogg um helgina, nei ókei í vikunni (aðeins að slaka) Humarpizzu uppskrift og Ballerínu cupcake uppskrift. Verið spennt!

xox
Emmý