Tuesday 29 October 2013

Súkkulaði Chili Cupcakes

Þetta er kannski ekki hefðbundin bollakaka en boy ó boy hún er góð. syndsamlega góð eiginlega. Hérna er skvísan


Í þessa uppskrift fer:
175 gr hveiti
140 gr púðursykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
2 msk kakó
100 gr brætt dökkt súkkulaði
1 chilli
2 egg
150 ml olía
50 ml mjólk

Byrjaði á að kveikja á ofninum. Ég hafði hann stilltann á 180°c og blandaði svo þurrefnum (mínus púðursykur) saman í skál

Ég prufaði ný cupcake form frá Wilton sem að ég mæli hiklaust með. Þau halda litnum eftir að kökurnar koma úr ofninum sem að venjulegu Wilton formin gera ekki.


Svona eru þau að innan, brill.

Næst á dagskrá var að þeyta saman púðursykri og eggjum. Ég þeytti í nokkrar mínútur eða þar til að blandan varð töluvert ljósari en í byrjun og silkimjúk

Næst hrærði ég mjöööög rólega saman við 150 ml af olíu

Nú er gott að bræða súkkulaðið (mér finnst þægilegast að gera það í örbygljuofni, í þetta skiptið notaði ég dökkan hjúp frá Bónus)


Eftir að olíunni er blandað saman við fylgir súkkulaðið fast á eftir.

Þá skar ég eitt chili mjög smátt og blandaði saman við ásamt þurrefnum og mjólk. þetta hrærði ég bara rólega.

Bakaði svo í sirca 15 mínútur en það er um að gera að fylgjast vel með þeim því það er misjafn eftir ofnum hversu langan tíma þetta tekur.

Á meðan að kökurnar bökuðust útbjó ég kremið og ég mæli með því. Í það fer:
60 gr smjör
100 gr sýrður rjómi (18%)
150 gr súkkulaðihjúpur
flórsykur og vanilludropar eftir smekk


Byrjað er að bræða súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði

Sýrða rjómanum er næst bætt við og hrært hraustlega í þessu. Það tekur smá tíma fyrir þetta að blandast saman svo ekki örvænta ef að þetta er nokkuð kekkótt fyrst um sinn.

Þá er flórsykri og vanilludropum er svo bætt við og það fer eftir smekk hversu mikið þú villt hafa, því meiri flórsykur því þykkara krem.

Komnar úr ofninum og látnar kólna alveg

Þegar að við fórum í Húsafell um daginn stoppuðum við á Kleppjárnsreykjum og ég keypti þessa dýrindis chilli/papríku sultu



Ég fyllti kökurnar með smá sultu (notaði allt í allt 2 msk) í þetta verk notaði ég Wilton stút númer 230

Svo fór kremið á og chilli til skrauts 





Emmý



Thursday 24 October 2013

Góðan daginn

Mér finnst ekkert betra en að byrja daginn á kaffi, jú reyndar er betra að byrja hann á drekaknúsi en kaffi eftir það er dásamlegt. Ég er ekki þessi klassíski kaffiunnandi sem að vill kaffið rjúkandi heitt og svart. Ég vil mikla mjólk og helst vil ég hafa það aaaaaðeins heitara en volgt. Í morgun keyrði ég drekann til dagmömmu og fór svo í það að útbúa heimsins besta kaffi. Í það nota ég malað kaffi frá Te og Kaffi (þetta í ljósgrænu pakkningunni) og nýmjólk.

Þessi lykt...


Þessa könnu fékk ég í jólagjöf ásamt mjólkurþeytara og hef notað hana nánast daglega síðan. Hún er frá Cilio og ég elska hana


Mér finnst allra best að nota nýmjólk með kaffinu, ég hita hana í potti og þeyti svo með tryllitækinu þar til að froðan verður fullkomlega þétt og silkimjúk (að mínu mati næst bara þessi áferð með nýmjólk). Á þessum tímapunkti var lyktin orðin svo góð að ég frussaði mjólkinni útí (sem var orðin volg) og gat ekki myndað lokaútkomuna, þetta þurfti að gerast strax.

Ef þú hefur ekki fengið þér kaffibolla í dag þá mæli ég með því einn tveir og núna.

Emmý




Tuesday 22 October 2013

Húsafell í haustlitum

Við eyddum sólahring í húsafelli um helgina. Myndaperrinn í mér fékk svo sannarlega að njóta sín í þessum fallegu litum, haustið og veturinn mættust og ég kom endurnærð til baka. Nú er drekinn minn að jafna sig eftir að hafa fengið rör í eyrun í gær, það tók líklegast meira á móðurhjartað en hann sjálfan og ég er guðslifandi fegin að þetta er búið. Hér eru nokkrar myndir frá helginni

Drekinn sem hætti við að vera bláeygður eins og mamma sín


















Ína og Dóra í göngutúr
Bestir









Emmý