Wednesday 25 January 2012

Sellerí og hindberja boozt

Ég hef verið fáránlega löt í boost gerð undanfarið og ákvað að bæta úr því í dag. Ég byrjaði að sækja uppáhalds eldhúsgræjuna mína en það er safapressan, hún hefur verið í smá hvíld greyið en nú er ekki aftur snúið. Gerði mér semsagt fyrst safa (frekar mikinn safa) þetta voru sirca 600ml.

 Ég myndaði booztinn áður en ég blandaði banananum og hindberjunum við, einfaldlega vegna þess að ég vissi að hann yrði ljótur á litinn, sem hann svo varð

Innihald

3 appelsínur
2 epli
2 sellerístönglar
125 gr hindber
1 banani
2 lúkur spínat
5 klakar
2 msk hörfræ

Aðferð
Bjó til safa úr 2 eplum, 3 appelsínum og 2 sellerístönglum í safapressu
Setti safann, spínat, hörfræ, banana, klaka og hindber í blandara þangað til að þetta var orðið smooth

Hann var mjög góður og pínu öðruvísi, sellerí-ið kryddar hann sem ég var ánægð með.

Ég er komin í boozt átak

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment