Thursday 19 January 2012

Saltimbocca á Vegelins

Þennan rétt gerði ég í fyrsta skipti á þriðjudaginn. Rétturinn er Ítalskur og uppskriftina fékk ég frá henni mömmu minni (sem fékk uppskriftina hjá Maren frænku), upprunalega er reyndar notað kálfa snitsel en í þetta skiptið brúkaði ég kalkúnasnitsel. Þetta heppnaðist virkilega vel og prinsinn var rosa sáttur

Salvía, Rósmarín og oregano voru kryddin sem ég notaði, allt saman ferskt

4. sneiðar af parma skinku, 4 sneiðar af kalkúnasnitseli og 4 sneiðar af salvíu

Herlegheitunum rúllað saman og fest saman með tannstöngli

Steikt uppúr smjöri og olíu í nokkrar mínútur, eða þangað til að kjötið lokast nokkurnveginn, þá setti ég rúllurnar inní ofn í sirca 10 mínútur við 160°c og græjaði sósuna á meðan

Notaði olíuna og smjörið sem ég notaði til að steikja rúllurnar uppúr. Bætti við 2 bollum af hvítvíni, (mjög gott að hafa þriðja bollann fyrir kokkinn) 1 hvítlauksrif, 1 kúfull teskeið af fersku rósmaríni og 1 tsk af oregano. Hitaði þetta þangað til að hvítvínið hafði soðið niður um helming. Þá tók ég rúllurnar úr ofninum og setti þær ofan í sósuna.

Leyfði þessu að malla í góðar 10 mínútur eða þangað til að kjötið var gegnumsteikt

Á meðan að rúllurnar elduðust skellti ég í sæta kartöflumús. Notaði 4 litlar sætar kartöflur, sauð þær þangað til að þær urðu mjúkar. Hitaði smjörklípu í potti með smá fersku rósmaríni. Bætti svo kartöflunum við og maukaði. Að lokum hrærði ég smá mjólk, salti og pipar við.

Rúllurnar klárar (mamma segir að þær séu of klárar)

Bar þetta fram með soðnu rósakáli, en það má svosem hafa hvaða grænmeti sem er.


Annars er ég búin að vera tvo daga hjá Icelandair og er hæst-ánægð

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment