Friday 1 November 2013

Butter Chicken & Lauk Bhaji

Það var smá indversk veisla hérna á Asparskógunum í gær og ég má til með að gefa ykkur tvær nýjar uppskriftir í indverska dálkinn. Þær eru Butter chicken og Onion Bhaji.



Butter chicken
Það er best að byrja á að hafa allt hráefnið tilbúið. Mæla kryddin, skera tómata, skera lauk, raspa engifer, pressa hvítlauk, mæla olíuna og mjólkina.

Þegar að þetta er allt saman klárt skaltu setja smjör og olíu á pönnu (1 msk smjör og 3 msk olía) og steikja laukinn. Það verður að steikja hann á lágum hita (ég hafði hellurna stillta á 4 af 9) í dágóðan tíma. Hugsa að þetta hafi tekið um 10 mínutur þar til hann varð mjúkur og örlítið gylltur.

Þá er engiferrót, hvítlauk,kóríander, chilli, túrmeriki og salti bætt við og hitinn hækkaður örlítið. Þetta er steikt í 1-2 mínútur eða þar til að lyktin verður svo dásamleg að þig langar til að fara að grenja úr hamingju


Þegar að krydd/lauk blandan er tilbúin bætiru við tómat og tómatpúrru og heldur áfram að steikja í nákvæmlega 1 mínútu í viðbót

Næst er kjúklingabitunum og mjólkinni hent í pottinn og öllu blandað vel saman. Þetta er látið malla í 10 mínútur sirca eða þar til kjúklingurinn er eldaður. Það fer að sjálfsögðu eftir því hversu stórir bitarnir eru hversu langann tíma þetta tekur svo það er um að gera að fylgjast með þessu.

Ef þú hefur nægann tíma þá er lang best að láta réttinn standa í pottinum í nokkra klukkutíma og rétt áður en þú berð hann fram er hann hitaður aftur, garam masala og cashwe hnetu paste i bætt samanvið og látið hitna (alls ekki sjóða). En ef þú ert að gera þetta í flýti þá seturu að sjálfsögðu kryddið og paste ið bara strax í.

Innkaupalisti fyrir Butter Chicken (fyrir 4 og afganga daginn eftir)

smjör
olía
1 kg kjúklingabringur
1 hótellaukur
1 tómatpúrra
1 meðalstór tómatur
2 hvítlauksrif
1 tsk röspuð engiferrót
2 tsk kóríander krydd
1,5 tsk chilli krydd
2 tsk garam masala
1 tsk turmeric
2 dl mjólk
4 tsk cashew hnetu paste (hneturnar látnar liggja í bleyti í 10 mín og svo maukaðar í matvinnsluvél)
salt og pipar eftir smekk
ferskur kóríander til skrauts

Lauk Bhaji

Ég byrjaði á að blanda hveiti, lyftidufti, chilli kryddi, turmeric, cumin og kóríander í skal og blandaði því saman. Næst bætti ég við 250 ml af vatni og hrærði saman.


Næst skar ég 1 hótellauk í strimla og hrærði saman við deigið

Laukarnir eru djúpsteiktir uppúr olíu (ég setti um 500 ml í lítinn pott og steikti lítið í einu og oftar því ég týmdi ekki meiri olíu í þetta)

Ég tók sirca eina msk af lauknum og setti varlega í pottinn þegar að olían var orðin mátulega heit (ég hafði helluna stillta á 6 af 9 og það var fullkomið hitastig) Laukurinn á það til að detta á botninn í pottinum svo það þarf að passa að losa hann eftir smá stund. Þetta er steikt í sirca mínútu eða þar til laukurinn verður fallega gylltur, þá er hann lagður á eldhúsbréf í svo borinn fram.

Það er unaður að strá smá salti og ferskum kóríander yfir áður en þetta er borið fram


Innkaupalisti fyrir Lauk Bhaji
1 hótellaukur
200 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk chilli krydd
1 tsk turmeric
1 tsk cumin
1 tsk kóríander krydd
salt
250 ml vatn
Ferskur kóríander til skrauts



Með þessu gerði ég svo grjón, raita sósu, naan brauð og uppáhalds kartöflurnar mínar. Allar uppskriftirnar finnur þú HÉR
* Eftir að ég flutti heim hef ég verið að venjast því að nota aftur íslenskt hráefni en maður var orðin ansi vanur þessu hollenska. Eftir að hafa prufað mig áfram hef ég komist að þeirri niðurstöðu að forsoðnu kartöflurnar frá Allra henta best í kartöfluréttinn. Það þarf bara að þurrka þær aðeins áður en maður steikir þær uppúr karrýolíunni.



Góða helgi
Emmý


No comments:

Post a Comment