Friday 9 August 2013

Flensubani

Ég fékk símtal frá vinkonu í morgun og hún tilkynnti mér að hún væri eitthvað slöpp svo ég ákvað að gera flensubanann minn sem að svínvirkar. 

Hann inniheldur
Engiferrót, hvítlauk, hunang, cayenne pipar og sítrónu. Magnið fer eftir því hversu sterkan drykk þú þolir en í þennan skammt setti ég:
750 ml vatn
2 sítrónur
7 cm engiferrót
2 hvítlauksrif
3 msk hunang
2 tsk cayenne pipar

Ég byrjaði á að setja 750 ml af vatni í pott og lét suðuna koma upp. Útí vatnið kreysti ég hvítlauksrifin og raspaði rúmlega helming af engifer rótinni. Eftir nokkrar mínútur bætti ég cayenne pipar við og leyfi þessu svo að sjóða í góðar fimm mínútur á meðan kreysti ég sítrónusafann. Þegar að blandan var búin að malla slökkti ég undir pottinum, og sigtaði gummsið frá vatninu. Þá bætti ég við hunanginu, sítrónu safanum og raspaði restina af engifer rótinni útí. 



Þetta má svo geyma í lokuðu íláti í ískáp í nokkra daga. Ég vil líka taka fram að þessi drykkur er rótsterkur :) Ég þurfti að neyða eitt staup ofaní Bjarka og það rann ekki ljúflega niður. Mér finnst þetta fínt, en ef þú ert ekki vön/vanur að drekka/borða mikið af engifer eða hvítlauk þá myndi ég prufa mig áfram!

xox
Emmý



No comments:

Post a Comment