Saturday 17 March 2012

Sushi á Burgemeester og Guðni Þór í myndatöku

Það er nóg að gera hjá bloggaranum um þessar mundir (sbr. bloggleysi) ritgerðin að komast í fullt fjör og svo náttúrulega vinnan. Ég var hinsvegar í fríi á fimmtudag og föstudag og naut frídagana með góðum gestum á Burgemeester. Guðni Þór, vinur minn kom í heimsókn með mömmu sinni. Við fórum að sjáfsögðu út í smá myndatöku og hér kemur smá sýnishorn...




Bláeygt bjútí



Það er ekki endalaus hamingja í myndatökum...

Svo skelltum við í Sushi í gær og það var unaður, ég útbjó tvo sérstaka bita fyrir mig sem eru með þeim betri sem ég hef fengið. Spicy tuna annars vegar og rækju/mangó bita hins vegar.


Að sjálfsögðu grænmeti í öllum regnbogans litum



Spicy tuna bitinn var mjög auðveldur. í Fyllinguna fór eftirfarandi:

2 dósir túnfiskur í olíu 
3 msk majones
1/2 vorlaukur smátt saxaður
chilli krydd
tabasco sósa

Ég tók olíuna af túnfisknum, saxaði vorlaukinn smátt og blandaði því svo við majonesið. Svo er bara að prufa sig áfram með chilli kryddið og tabasco sósuna. ég sett sirca 1 tsk af chilli kryddi og 1/2 tsk af tabasco. þetta dugar í rúmlega 5 rúllur (40 bita)

Svo var það mango/rækju bitinn sem kom  mjög skemmtilega á óvart. Í hann fór eftirfarandi:

Djúpsteiktar rækjur
Mangó
kóríander sósa

Sósan var mjög einföld, setti 1 msk af majonesi, 1 msk af sýrðum rjóma og lúku af kóríander í blender og lét maukast (smá salt og pipar bætt við í lokin). Rækjurnar settum við bara í gamla góða orly deigið og djúpsteiktum. Ég mæli sterklega með þessum


Mundi kíkti líka í mat

Helgin er búin að vera góð, mjög góð. Ljósmyndalessan var líka í skýjunum yfir að fá svona fallegt módel í heimsókn.

xox
Emmý



No comments:

Post a Comment