Friday 31 January 2014

Föstudags Quesadilla

Ef þú kannt að meta Mexíkanskan mat þá mæli ég með þessari. Einföld, fljótleg og svakalega góð með ísköldum Corona.
Þessi uppskrift ætti að duga fyrir 6 og í hana fer:


  • 1,5 dl hýðishrísgrjón
  • 4 kjúklingabringur
  • 1 chilli
  • 1 poki rifinn ostur
  • 4-5 tómatar
  • 1 blaðlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 græn papríka
  • 1 rauðlaukur
  • 12 tortilla pönnukökur
  • 1 dós maís
  • 2 avókadó
  • Guacamole dip mix frá santa maria
  • Organic taco spice mix frá santa maria
  • Hrásykur

Aðferð:
1. Byrja á að sjóða hýðishrísgrjón eftir leiðbeiningum
2. Útbúa salsa sósuna. Í hana fer:
- 4-5 tómatar (ég notaði reyndar eitt box af kirsuberjatómötum í kvöld)
- 1/3 af rauðum chilli
- 1/2 hvítlauksrif (það má nota meira, ég er bara ekki hrifin af of miklu hvítlauksbragði)
- 2cm blaðlaukur (bæði hvíti og græni parturinn, semsagt 1 cm af hvoru)
- 1 tsk hrásykur
Allt sett í blandara eða mixer. Sósan er geymd inní ísskáp þar til hún er borin fram.


3. Skera kjúkling í litla bita og steikja uppúr olíu og Organic taco spice mix kryddinu. Ég prufaði þetta krydd í fyrsta skipti og var mjög hrifin, magnið fer eftir smekk. Kjúklingurinn er svo settur til hliðar.
4. Skera papríku og rauðlauk í strimla, steikja á pönnu uppúr olíu. Pipra og láta malla þar til grænmetið byrjar að mýkjast


5.Hafa pönnukökurnar klárar, raða ost, grjónum, kjúkling, maís, papríku/rauðlauk og smá salsa sósu. Að lokum er ostur settur yfir áður en seinni pönnukakan er sett ofaná.
6. Þetta má bæði setja í grill eða í ofninn. í sirca 5 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
7. Á meðan að quesadillað er að hitna er tilvalið að stappa saman tvö avókadó og krydda örlítið með guacamole dip mix. Magnið fer eftir smekk. Svo er gott að hræra aðeins sýrðan rjóma til að bera fram með.





xox
Emmý



No comments:

Post a Comment