Thursday, 1 December 2011

Heimþrá

Nú bilast ég úr heimþrá... er búin að fylgjast með webcam inu frá Akranesi, Reykjavíkurtjörn og bláa lóninu. Ég væri alveg til í að fara í kjötsúpu uppí jörundarholt akkúrat núna, en ef að þið vitið ekki hvað þið eigið að borða í kvöld þá mæli ég að sjálfsögðu með kjötsúpu, ef þið hafið ekki tímann þá er þetta mjög gott og fljótlegt pasta.



Sýð spelt pasta
sýð gulrætur, blómkál og brokkolí
steiki hvítlauk, og rauðlauk uppúr olíu pönnu, bæti svo við einni dós af túnfisk og steiki í smá stund
Þegar að pastað og grænmetið er klárt set ég þetta allt saman á pönnuna og blanda öllu saman.
Að lokum sker ég niður kirsuberjatómata og set þá útá ásamt ferskum parmesan osti.



og ef þig langar í desert þá finnst mér persónulegra ekkert betra en súkkulaðihjúpuð jarðaber.



svo læt ég fylgja með eina mynd af skaganum sem ég tók jólin 2010.. ekkert sérlega jólalegt svosem


xox
Emmý


2 comments:

  1. Já vá - ég er líka búin að vera skoða Austurvöll og Reykjavíkurtjörn í allan dag, ó svo fallegt!... uss uss heimþráá... ;)

    ReplyDelete
  2. Þetta er eins og jólaland, gæfi ansi mikið fyrir að taka göngutúr í snjónum heima, finnst 10 stiga hiti ekkert alltof skemmtilegur svona í desember :)

    ReplyDelete