Thursday, 1 December 2011

Bestu bollakökurnar

Ég held að ég geti fullyrt að þetta eru bestu bolla kökur sem ég hef gert.. Þetta eru kókos bollakökur með bláberja marengs smjörkremi. 
Kremið var flóknara að búa til heldur en venjulegt smjörkrem en vel þess virði. 



Í kökurnar fór eftirfarandi:

250 gr sykur
150 gr smjör
2 egg
250 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
70 ml kókosmjólk
2 tsk vanilludropar

Hræri sykur og smjör vel saman. Bæti svo við einu eggi í einu og hrærir aðeins á milli. Svo er það hveitið, lyftiduftið, vanillydroparnir, og kókosmjólkin... 
Þetta fór svo í 175° heitann ofn í sirca korter.

Svo er það besta krem sem ég hef smakkað...
Byrjaði á því að búa til bláberja mauk. 
2 bollar bláber
2 msk sykur
Sett í blandara, eftir smá stund verður þetta eins og sósa. Sett inní ískáp í klukkustund.

Hér er svo aðferðin við að búa til kremið:

1. Þeyti saman 4 eggjahvítur og 100 gr af sykri yfir vatnsbaði þangað til að þetta verður froðukennt eða þar til að sykurinn hefur bráðnað

2. Tek skálina af hitanum og þeyti á fullum hraða í 5 mínútur, þá ætti blandan að hafa kólnað aðeins

3. Bæti við 250 gr af smjöri. (sker það fyrst í bita og bæti þessu við í hollum) Þeyta saman á miklum hraða í nokkrar mínútur (þetta lítur ekkert alltof vel út í fyrsta en ef þú heldur áfram að þeyta þá breytist þetta í gúrme krem)

4. Þegar að kremið er orðið þétt þá bæti ég við bláberja maukinu og hræri í smá stund






Enjoy

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment