Tuesday 8 October 2013

Indverskur grjónagrautur

Ég bauð uppá grjónagraut með indversku twisti í kvöld og hann heppnaðist svo vel að hann kláraðist allur


Ég veit fátt betra en góðan grjónagraut, það hefur verið einn af mínum uppáhalds réttum síðan að ég var lítil og ég verð sérstaklega sjúk í hann þegar að kólnar í veðri. Þegar að ég áttaði mig á því að það var snjór úti var ekkert annað í boði en góður grjónagrautur í kvöldmatinn. 

Það eiga sér örugglega allir uppáhalds grjónagrauts uppskrift en ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þessa. Hún dugði akkúrat fyrir okkur fjölskylduna ( 2 fullorðnir og 1 dreki)
Í hana þarf:

3 dl grjón
6 dl vatn
6 dl mjólk
1,5 dl rjóma
2 msk sykur
1 vanillustöng
1 tsk kardimommur
smá salt
rúsínur

Byrjað er á að setja grjónin, smá salt og vatnið í pott og láta suðuna koma upp. Lykillinn að góðum grjónagraut (að mínu mati) er að gefa sér tíma í hann og elda hann frekar á vægum hita. Þessvegna hrærði ég sérstaklega vel í þessum og leyfði honum að malla í vatninu og saltinu þar til vatnið var orðið mjög lítið í pottinum, þá bætti ég við 2 dl af mjólk og lét hann malla áfram, ég gerði þetta semsagt þrisvar sinnum. þ.e lét hann verða mjög þykkann og bætti þá við 2 dl af mjólk.
Þetta er sirca þykktin sem ég leitaðist eftir áður en ég bætti við mjólk

Þá blandaði ég saman sykri, vanillu og kardimommu í skál og setti til hliðar

Þegar að mjólkin var búin og grauturinn orðinn vel þykkur setti ég rúsínur (algert smekksatriði hversu mikið), vanillu, sykur og kardimommur við grautinn og hrærði aðeins. Bætti þá við rjómanum og hækkaði aðeins undir honum og lét hann malla þar til hann varð aftur þykkur.



Mæli með að prufa þennan, hann var alveg mátulega sætur fannst mér en það er eflaust hægt að strá smá kanilsykri yfir hann. Mér finnst hann svo bestur með ískaldri mjólk og lifrapylsu on the side.

Emmý




No comments:

Post a Comment