Monday 12 August 2013

Grænkáls boozt og íspinnar

Ég sá svo fagur grænt og girnilegt lífrænt ræktað grænkál frá Sólheimum í Krónunni að ég varð að búa til boozt, hann var mjög saðsamur og ljúffengur.

Í hann fór:

klakar
1/2 box bláber
1/2 appelsína
1 stórt grænkálsblað
hreinn ananassafi
3 msk vanilluskyr
20 vínber
1 banani

Þetta fyllir auðveldlega þrjú glös

Svo er drekinn minn að fá framtennur, ein komin og næsta á leiðinni.. hann slefar eftir því og klægjar mikið. Því fannst mér tilvalið að gera frostpinna sem að kæla auma góma og ég nýtti  afganga af boozt hráefninu í þessa...


1/2 box bláber
10 vínber
1/2 appelsína
smá grænkál
1 msk skyr
1 msk hreinn ananassafi

Setti þetta í sniðug ísform sem ég fékk í IKEA (uppskriftin passaði akkúrat í 6) og nú bíður þetta inní frysti.

xox
Emmý


2 comments:

  1. Ég elska að þú sért byrjuð aftur! Knús, Gunnþórunn

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk elskuleg, glöð að þú skoðir :)

      Delete