Saturday, 3 December 2011

Kvöldmatur á Vegelins

Það var tilraunastarfsemi í eldhúsinu á Vegelins í kvöld, fór útí búð áðan og var ekki almenninlega búin að ákveða hvað ég ætlaði að elda, hér er góssið sem kom með heim


1 rauð papríka
1 græn papríka
1 stór rauðlaukur
1 box kirsuberjatómatar
200 gr langar grænar baunir
75 gr baunaspírur
250 gr kjúklingur
pestó
rucola
parmesan ostur
spaghetti

Papríkur í jólalitum

Þessar sítrónur koma málinu ekkert við en mér fannst þær svo girnilegar

Skar niður papríkur og hálfann rauðlauk, bætti við 12 tómötum. Kryddaði með cayenne pipar og smá salti.Setti þetta inní 190°heitann ofn í sirca 15 mín. eða þangað til að þetta leit svona út..

Grænmetið eftir korter í ofninum
Á þessum tímapunkti sauð ég spaghettíið

Steikti smá hvítlauk, restina af rauðlauknum og baunirnar uppúr olíu og smá smjöri

Bætti við baunaspírunum og steikti í nokkrar mínútur

Ofnbakaða grænmetinu bætt við

Kjúklingurinn steiktur uppúr olíu, salti, pipar og 3 tsk af rauðu pestó

Restin af tómötunum og smá rucola skorið

Öllu blandað saman

Svaka fínt


Að sjálfsögðu borið fram með parmesan osti

Og prinsinn á Vegelins sáttur


 Ég nenni ómögulega að læra í kvöld þannig að það gæti vel verið að ég bloggi aftur. 
Vil taka það fram að þetta blogg verður ekki einungis matarblogg, ég á bara lager af matarmyndum í tölvunni sem ég ætla að klára að bomba hér inn sem fyrst.

xox
Emmý


5 comments:

  1. Fáránlega girnilegt!
    Þú ert snilli =)

    ReplyDelete
  2. Takk elskuleg, þetta var mjög gott þó ég segi sjálf frá =) kemur skemmtilegt bragð þegar að maður "bakar" grænmetið fyrst. xx

    ReplyDelete
  3. Guð hvað þetta lítur vel út ;D Ég á klárlega eftir að prófa þetta einn daignn :)

    ReplyDelete
  4. mmm já - ég hef einmitt nýlega tekið upp á því að baka papriku, lauk og tómata þegar ég geri mér kjúllasalat :) Verður sætt og gott

    ReplyDelete
  5. Kanski ágætt að taka það fram að við borðuðum restina í kvöld (Þetta er allaveganna uppskrift fyrir 4) og þetta var jafnvel betra en í gær :) xox

    ReplyDelete