Tuesday 10 January 2012

AfmælisCupakes fyrir Krissý

Þessar voru gerðar þegar Krissý litla varð 8 ára. Ég gerði hvorki meira né minna en 65 stykki.


Einföld uppskrift fyllir 12 cupcakes form og í hana fer eftirfarandi:

12 Súkkulaði Cupcakes

175 gr hveiti
175 gr sykur
113 gr smjör
3 tsk vanilludropar
50 gr kakó
240 ml vatn
1/4 tsk salt
2 tsk lyftiduft
2 egg

1. Hrærði saman smjör og sykur þangað til að blandan varð ljós
2. leysti kakóið upp í sjóðandi vatninu og lét kólna
3. hrærði eggjum við smjörið/sykurinn, eitt í einu
4. bætti við vanilludropum og hrærði
5. siktaði hveitið, saltið og lyftiduftið saman og bætti við blönduna og hrærði aðeins
6. bætti við kakóinu eftir að það var kólnað og hrærði.

Kremið var auðvelt og gott

100gr smjör
100 gr rjómaostur
3 tsk vanilludropar
flórsykur

Hrærði öllu saman með handþeytara, ég man ekki hvað ég setti mikinn flórsykur. líklegast í kringum 250 gr eða þangað til að kremið verður hæfilega þykkt



No comments:

Post a Comment