Saturday, 31 December 2011

2012

Gleðilegt nýtt ár elsku vinir. Ég vil þakka góðar blogg móttökur á árinu sem er að líða og megi nýtt ár vera ykkur gleði og gæfuríkt...


xox
Emmý

Friday, 30 December 2011

Föstudagur í Rotterdam

Nú eru góðir gestir á Vegelins... næstum öll tengdafjölskyldan mætti á svæðið í gær. Við tókum smá rúnt um Rotterdam í dag, fórum í siglingu og uppí Maas turninn...

Sætasta Ínan sem varð soldið lofthrædd í 160m hæð

Gaman í siglingu

Mæðgin

Fjalar að skoða Rotterdam
Æji ég varð soldið lofthrædd

Úlpu bræður

Gerðum heiðarlega tilraun til að ná hópmynd. 

Logi Mar

Svo splæsti Bjarki í áramótaskyrtu og áramótahálsmen fyrir húsfreyjunna

xox
Emmý

Thursday, 29 December 2011

Sesamkjúklingasalat

Gerði þetta salat fyrr á árinu og það var ljúffengt. Uppskriftina fékk ég á PRESSUNNI


Uppskrift fyrir 3-4

500 g kjúklingabringur
2 dl sesamfræ
1 egg
Kryddið vel með reyktri papriku og Maldon salti
Olía til steikingar
Skerið kjúklingabringurnar í hæfilega munnbita. Þeytið eggið í skál og veltið kjúklingnum upp úr
egginu. Hitið pönnuna og setjið á hana olíu. Veltið kjúklingnum upp úr sesamfræjum, setjið á pönnuna og steikið á öllum hliðum. Kryddið með reyktri papriku og Maldon salti. Þegar búið er að steikja kjúklinginn er hann tekinn af pönnunni og settur til hliðar. Leyfið sesamfræjunum sem ekki náðust að haldast utan á kjúlingnum að fljóta með því þau gefa salatinu gott bragð.

Lárperumauk
1 lárpera
1 vel þroskaður tómatur, smátt skorinn
½ rauðlaukur, smátt skorinn
2 hvítlauksrif, marin og smátt söxuð
1 tsk kóríander
safi úr ½ límónu
smá salt

Allt stappað saman og látið standa í smá stund.

Tómatasalsa

3 vel þroskaðir tómatar
½ rauðlaukur
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, smátt skorin
handfylli fersk basilíka, smátt skorin
Smá salt

Allt sett í skál og blandað vel saman.
Best er að raða salatinu á diska fyrir mannskapinn. Setjið rúmlega handfylli af fersku spínati á disk. Setjið tómatsalsa yfir spínatið. Nú ætti kjúklingurinn að vera orðinn stofuheitur og hann er settur út á ásamt sesamkurlinu. Því næst er lárperumaukið sett yfir.

Ég setti reyndar smá mexíkanskt krydd á kjúklinginn líka..... bon appétit :)


xox
Emmý

28. desember

Ég er í jólafríi og ég elska það. Ég elska það svo mikið að ég ákvað að opna mér hvítvínsflösku og skella í nýja Cupcakes uppskrift...

Fyrsta skrefið er semsagt að opna hvítvínsflösku

Og helst setja hvítvínið í rauðvínsglas, bara ef þú ert í fríi...

Bjó til vanillu/rjómaosta/kókos cupcakes..hér er uppskriftin:
150 gr smjör
170 gr sykur
2 egg
240 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
100 ml kókosmjólk
2 tsk vanilludropar
2 tsk sýrður rjómi
(Smjör og sykur hrært saman, eggjum og vanilludropum bætt við, helming af hveiti, lyftidufti, kókosmjólk og sýrðum rjóma bætt við og hrært aðeins. Svo er restinni af hráefnunum bætt við og sett í 12 cupcakes form)

Ég setti svo eina tsk af rjómaosti ofan á deigið


Bjó til krem sem að tekur laaaaangann tíma að gera (hvítvínið reddar manni samt)  Uppskriftina finnur þú HÉR en í staðinn fyrir bláberjamauk hrærði ég saman hálfa dós af niðursoðnum jarðaberjum

Kökurnar ný komnar úr ofninum

Ég dýfði svo kökunum í safann úr jarðaberjunum



Á morgun fæ ég svo tengdafjölskyldu mína í heimsókn og ég er orðin nokkuð spennt...

xox
Emmý

Tuesday, 27 December 2011

Desember Demi


Veit ekki hver kenndi henni að pósa...

Ýtið endilega á myndina til að sjá betri upplausn

xox
Emmý

Monday, 26 December 2011

Bryndís Ottesen

Við systurnar fórum í smá myndatöku í dag, drógum Þóru Jóns með okkur og hún stóð sig prýðilega sem aðstoðarmaður. Hér er afraksturinn...


















Hefði svosem ekkert á móti því að fara á 2. í jólum ball í kvöld en ég hef það huggulegt með photoshop og hvítvínsglas hérna á Burgemeester

xox
Emmý


Jól á Burgemeester

Ég viðurkenni að það var skrýtið að vera ekki í Jörundarholtinu á aðfangadag en við höfðum það virkilega gott saman krúið á Burgemeester. Borðuðum Bamba.. eða dádýr held ég að það heiti og það var ljúffengt. Einnig gerði ég í fyrsta skipti Ris a la mande og mun hér með taka það að mér (búin að láta ömmu Tan vita)

Jólapar

Bjarki gerði salat ala Dóra Björk

Demi sem vann möndluna

Spenntar jólasystur

Steikin og borðið hjá Þóru Jóns

Jólabarn og pakkaflóð

Krissýlicious



Á leið í jólaboð í 12 stiga hita


Jólakveðjur
xox
Emmý

Saturday, 24 December 2011

Þorlákur

Ég trúi ekki hvað tíminn líður hratt. Í gær var ég í skólanum og í dag er Þorláksmessa.
Þessi jólaskvísa beið mín þegar að ég kom á Burgemeester í dag.. ég held það gerist ekki mikið krúttlegra




Systurnar gáfu sér smá tíma í að pósa áður en við fórum og sóttum týndu systirina útá flugvöll




Kíktum niðrí bæ í smá þorláksmessu bjór og mat

Vesen á bloggaranum

LOKSINS er Dísin okkar komin

xox
Emmý