Gerði þetta salat fyrr á árinu og það var ljúffengt. Uppskriftina fékk ég á PRESSUNNI
Uppskrift fyrir 3-4
500 g kjúklingabringur
2 dl sesamfræ
1 egg
Kryddið vel með reyktri papriku og Maldon salti
Olía til steikingar
Skerið kjúklingabringurnar í hæfilega munnbita. Þeytið eggið í skál og veltið kjúklingnum upp úr
egginu. Hitið pönnuna og setjið á hana olíu. Veltið kjúklingnum upp úr sesamfræjum, setjið á pönnuna og steikið á öllum hliðum. Kryddið með reyktri papriku og Maldon salti. Þegar búið er að steikja kjúklinginn er hann tekinn af pönnunni og settur til hliðar. Leyfið sesamfræjunum sem ekki náðust að haldast utan á kjúlingnum að fljóta með því þau gefa salatinu gott bragð.
Lárperumauk
1 lárpera
1 vel þroskaður tómatur, smátt skorinn
1 lárpera
1 vel þroskaður tómatur, smátt skorinn
½ rauðlaukur, smátt skorinn
2 hvítlauksrif, marin og smátt söxuð
1 tsk kóríander
safi úr ½ límónu
smá salt
2 hvítlauksrif, marin og smátt söxuð
1 tsk kóríander
safi úr ½ límónu
smá salt
Allt stappað saman og látið standa í smá stund.
Tómatasalsa
3 vel þroskaðir tómatar
½ rauðlaukur
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, smátt skorin
handfylli fersk basilíka, smátt skorin
Smá salt
Allt sett í skál og blandað vel saman.
Best er að raða salatinu á diska fyrir mannskapinn. Setjið rúmlega handfylli af fersku spínati á disk. Setjið tómatsalsa yfir spínatið. Nú ætti kjúklingurinn að vera orðinn stofuheitur og hann er settur út á ásamt sesamkurlinu. Því næst er lárperumaukið sett yfir.
Ég setti reyndar smá mexíkanskt krydd á kjúklinginn líka..... bon appétit :)
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment