Tuesday, 6 December 2011

Jóla

Jóla-andinn kom yfir mig í dag þannig að við Bjarki þrifum og skreyttum cribið. Svo er mig búið að langa að búa til einhverjar góðar jóla cupcakes sem ég svo gerði í dag.

Mér finnst kanski ágætt að taka það fram að ég baka ekki á hverjum degi! Ég hef verið að setja inn helling af "gömlum" uppskriftum en þessi hérna er ný og hana gerði ég í dag. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þær.. held bara jóla cupcakes því þær bragðast mjög jólalega


Þetta var afraksturinn

Byrjaði á því að skera niður tvær perur. Setti svo nokkrar matskeiðar af sykri og smjör á pönnu og brúnaði svo perurnar í nokkrar mínútur, sigtaði þær svo og geymdi í skál

Bjó svo til vanillu deig, í það fór:
150 gr smjör
170 gr sykur
2 egg
240 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk vanilludropar
(Smjör og sykur hrært saman, bætt við einu eggi í einu, hveiti, lyftiduft, mjólk og vanilludropum svo bætt við )
Setti deigið í 12 form og svo rúmlega eina tsk af perunum ofaná deigið

Svo var það kremið.. ég var búin að sjá kakó uppskrift hjá Evu Laufey vinkonu minni (mæli með því að þið kíkið á bloggið hennar HÉR)  og þar byrjaði hún á að hita mjólk með vanillustöngum, kanilstöngum og negul í.. Þannig að ég gerði það. Hitaði 70ml af mjólk með 2 kanilstöngum, 5 negulnöglum og smá vanilludropum (klikkaði á að kaupa vanillustangir) leyfði þessu að hitna og geymdi svo bara í pottinum þangað til að þetta kólnaði

Þeytti svo saman 100 gr af smjöri og 300 gr af flórsykri og mjólkurblönduna (eftir að hafa sigtað kanilstangirnar og negulinn úr)
 Mjög jólalegar og góðar.. skreytti þær með röspuðu appelsínusúkkulaði


Svo skreytti ég 90cm jólatréið mitt...

Splæsti í eitt stk jólastjörnu...

Og drullumixaði svo eins og eina jólaseríu/kúlu skreytingu.







Hér er svo tilraunadýrið að taka fyrsta bitann



Hann var nokkuð ánægður drengurinn 

xox
Emmý

7 comments:

  1. ég og nína fengum mjög mikið vatn í munnin við að skoða þesar myndir þínar, eins og svo oft áður! Þú ert bara snillingur mín kæra

    ReplyDelete
  2. Þessar fallegu jóla cupcakes eru in the making hjá okkur dúllunum! þú ert snillingur :)

    elska bloggmetnaðinn! bloggið er komið í uppáhalds..

    kveðja frá Ak :*

    ReplyDelete
  3. Þetta eru svo dúlló köpkeiks, koddu heim ég missa þín <3

    ReplyDelete
  4. hólý mólý hvað þetta er flott!!:) Fórstu á eitthvað cup cake námskeið eða ertu bara náttúrutalent í þessum bransa?

    ReplyDelete
  5. Takk fyrir fallegu kommentin ykkar elskurnar mínar...

    Oddný ég bíð spennt eftir að heyra hvernig ykkur Jóa gekk!
    Vera, ég er á leiðinni, á leiðinni.. missa þín mikið
    Fjóla mín maður er greinilega bara náttúrutalent í cupcake bransanum, annars er þetta ekki svo mikil list ef maður hefur réttu áhöldin, bara að dunda sér aðeins við þetta og prufa sig áfram. svo er youtube einstaklega hjálpsamt :)

    Og Sigga þú ert jafn tæknivædd og þú ert flink í uppstillingunum

    ReplyDelete