Saturday, 13 October 2012

Mamma

Nú hef ég tekið mér tæplega 2 mánaða bloggpásu. Í bloggpásunni afrekaði ég það að koma fullkomnum og yndislegum prins í heiminn. Hann fæddist 18.september og ég get alveg fullyrt að þetta er það ótrúlegasta og yndislegasta sem ég hef nokkurtíman gert. Prinsinn minn fékk nafnið Ólafur Dór og hann er það fallegasta sem ég hef séð og ég er alveg viss um að hann sé besta barn sem hefur fæðst í þennan heim :)

Ég fer hægt og rólega að detta aftur í blogg gírinn og lofa humar-pizzu-bloggi á næstu dögum, 

Nokkrum dögum áður en Ólafur Dór kom í heiminn

Fallegastur af öllum

Duglegur

Stórmerkilegt dót

Ný kominn heim af spítalanum

Það allra allra allra besta

xox
Emmý


3 comments:

  1. Sæl Emilía,
    Innilega til hamingju með litla drenginn þinn. Ég þekki þig ekki neitt en fylgdist alltaf með blogginu þínu. Mig langar endilega hvetja þig til þess að byrja blogga aftur reglulega. Ég sakna bloggsins þín í hringnum mínum :)

    Bestu kveðjur :-)

    ReplyDelete
    Replies
    1. En hvað það er gaman að fá svona komment :) Bara fyrir þig lofa ég að blogga um helgina! Splæsi jafnvel í cupcake blogg!

      Góða helgi.
      xox

      Delete