Ég er í jólafríi og ég elska það. Ég elska það svo mikið að ég ákvað að opna mér hvítvínsflösku og skella í nýja Cupcakes uppskrift...
Fyrsta skrefið er semsagt að opna hvítvínsflösku
Og helst setja hvítvínið í rauðvínsglas, bara ef þú ert í fríi...
Bjó til vanillu/rjómaosta/kókos cupcakes..hér er uppskriftin:
150 gr smjör
170 gr sykur
2 egg
240 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
100 ml kókosmjólk
2 tsk vanilludropar
2 tsk sýrður rjómi
(Smjör og sykur hrært saman, eggjum og vanilludropum bætt við, helming af hveiti, lyftidufti, kókosmjólk og sýrðum rjóma bætt við og hrært aðeins. Svo er restinni af hráefnunum bætt við og sett í 12 cupcakes form)
Ég setti svo eina tsk af rjómaosti ofan á deigið
Bjó til krem sem að tekur laaaaangann tíma að gera (hvítvínið reddar manni samt) Uppskriftina finnur þú HÉR en í staðinn fyrir bláberjamauk hrærði ég saman hálfa dós af niðursoðnum jarðaberjum
Kökurnar ný komnar úr ofninum
Ég dýfði svo kökunum í safann úr jarðaberjunum
Á morgun fæ ég svo tengdafjölskyldu mína í heimsókn og ég er orðin nokkuð spennt...
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment