Nú er drekinn minn rúmlega 8 mánaða og matarvenjurnar aðeins farnar að breytast svo ég ákvað að koma með annað blogg um barnamat. Geri mér ennþá fyllilega grein fyrir því að fólki þykir þetta misskemmtilegt en þetta gæti þó gagnast einhverjum. Fyrra bloggið finnur þú HÉR
Ólafur Dór borðar nánast allt sem ég gef honum og finnst allt gott, ég hef tekið eftir því að nokkrir "réttir" eru í meira uppáhaldi en aðrir og ætla því að deila uppskriftum ef einhverjum skyldi vanta hugmyndir, ég set reyndar ekki inn magn þar sem að það er svo ofboðslega misjafnt hvað börn borða mikið.
Kjúklingur með epli og gulrótum
Þetta er sáraeinfalt, ég steiki á pönnu kjúkling, gulrætur og eplabita. Ég nota stundum ólívu olíu og stundum kaldpressaða kókosolíu. Ég byrja á að steikja gulræturnar í nokkrar mínútur , set svo kjúklinginn og að lokum eplin. Þetta mauka ég svo gróflega eða sker í litla bita
Spaghetti bolognese
Ég steiki á pönnu papríkur, gulrætur, sellerí, tómata og hakk þar til grænmetið fer að verða mjúkt. Sýð spaghetti eða pasta. Mauka þetta svo allt gróflega eða sker í litla bita
Drekinn í action í morgun, þessa dagana er lang skemmtilegast að týna hluti uppúr kassa, láta mig raða þeim aftur ofaní og leikurinn er endurtekinn...
Kjúklingur með perum og kartöflum
Kjúklingurinn hitaður í ofni (ég geri þetta þegar að ég hef gert heilann kjúkling), sýð kartöflur og tek hýðið af peru. Mauka þetta svo allt saman eða sker í litla bita
Skorið grænmeti
Það er ekki lengur vinsælt að fá maukaðann mat eins og fyrir nokkrum mánuðum (nema í morgunmat þá vill hann hafragraut með maukuðum perum og eplum) Núna vill hann helst týna sjálfur uppí sig matinn en honum finnst líka í góðu lagi að fá hann gróflega maukaðann og þá getur hann tuggið bitana. Það er því vinsælt að fá allskonar í bitum eins og t.d. avókadó, tómata, sætar kartöflur, gulrætur, kartöflur, blómkál. Hann fékk líka að naga maísstöngul um daginn og það vakti gífurlega mikla lukku.
Bláberja og banana grautur
Jú honum finnst reyndar tveir grautar góðir, hafragrauturinn og þessi. Ég set botnfylli af vatni í pott, bæti við bláberjum og sýð þar til að berin verða mjúk og vökvinn vel fjólublár. Þá set ég vatnið og berin, banana og smá haframjöl í blandara og mauka vel. Það er samt eins gott að hafa barnið í hlífðarbúnað og helst þann sem að gefur honum grautinn líka...
Fiskur og kartöflur
Þetta er líka í mjög miklu uppáhaldi og hann gæti borðað endalaust af þessu. Ég hef gefið honum lax, steinbít, bleikju og þorsk. Stappa því saman við kartöflur og smjör (augljóslega vel ég eina fiskitegund í einu :).
Þetta barn virðist ætla að stækka hratt. Ég man svo vel þegar að hann fékk þennan bol að gjöf, þá nýfæddur og ég hugsaði með mér"hann passar í þetta þegar að hann fer í skóla" en nei hann smellpassaði þegar að ég setti hann í bolinn í morgun
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment