Monday, 10 June 2013

Grillaður lax í sumarbústað

Helginni eyddum við í sumarbústað með góðum vinum, góðum mat, og góðu víni! Ég elska elska elska að fara í sumarbústað, sérstaklega þegar að allt er orðið grænt, lyktin af birkinu er sterk og maður heyrir fuglasöng þegar að maður kemur út á pall á morgnanna. Þessi bústaður var undir Hafnarfjalli en ég hef sjaldan upplifað eins mikið logn á Íslandi, believe it or not.

Anna Lea, Heiður Dís, Ólafur Dór og Marvin Gylfi, stillt og prúð að pósa

Þessi róla vakti mikla lukku

Á laugardeginum grilluðum við lax sem að heppnaðist mjög vel. Við marineruðum laxinn í sítrónupipar, salti,appelsínu og sítrónu berki. Þetta var i fyrsta skipti sem ég smakka svoleiðis og mér fannst bragðið virkilega ferskt og gott.

Með laxinum gerðum við salat, grillaðar kartöflur og einfalda hvítlaukssósu

Hvítlaukssósa
50/50 majones og sýrður rjómi (ég notaði reyndar gríska jógúrt í staðinn fyrir sýrða rjómann og það kom vel út)
1-2 hvítlauksrif
sítrónusafi eftir smekk
salt og pipar
Kjötkraftur

Ég notaði sirca 100ml af majonesi og 100 ml af gríska jógúrtinu og hrærði saman við það 2 hvítlauksrifum, salt og pipar og smá sítrónusafa. Ég leysti svo hálfan tening af kjötkrafti í heitu vatni og bætti því við sósuna. Það er mjög gott að láta hana standa í nokkra tíma inní ískáp áður en  hún er borin fram.


Marvin Gylfi , Hjalti og Þórdís



Það var ótrúlega gott veður þó svo að það væri ekki mikil sól


Rólustemming

Þeir gerast ekki mikið sætari með svona blá augu

Heiður Dís, Fedda og Anna Lea - sætastar

Svo hélt ég smá matarboð í síðustu viku fyrir nokkrar vinkonur, afraksturinn er hægt að sjá í sunnudags mogganum sem kom á laugardaginn :)

xox
Emmý





No comments:

Post a Comment