Á morgun er fyrsti dagurinn minn hjá Icelandair í Amsterdam og ég er spennt. Fékk tækifæri til að taka starfsnámið mitt hjá þeim, svo mun ég skrifa bachelor ritgerðina mína samhliða starfsnáminu. Mér fannst ég þurfa að skella í eina cupcakes uppskrift til að mæta með fyrsta daginn og það voru jarðaberja/kókos/súkkulaði cupcakes sem urðu fyrir valinu.
Þegar að ég var yngri þá smellti mamma oft í einhverskonar marengs, jarðaberja köku sem var í algjöru uppáhaldi hjá frumburðinum, ég ákvað að búa til cupcakes útgáfu af þessari frábæru uppskrift og hún heppnaðist virkilega vel, eiginlega svo vel að ég fékk smá nostalgíu kast þegar að ég smakkaði eina áðan.
Í 12 cupcakes þarftu eftirfarandi:
80gr smjör
4 eggjahvítur
40gr flórsykur
60gr hveiti
2 eggjarauður
55gr kókosmjöl
1/2 suðusúkkulaði plata
1. ég byrjaði á að bræða smjörið yfir vatnsbaði
2. Stífþeytti eggjahvítur og bætti flórsykrinum rólega við
3. 1/4 af eggjablöndunni settur útí brædda smjörið og hrært varlega með sleif
4. Eggjarauðunum bætt við og hrært rólega þangað til að allt var mixað saman
5. hveiti, kókos og súkkulaðibitum hrært saman
6. Öllu hrært saman MJÖG rólega, þangað til að allt er vel blandað
7. Sett í 12 cupcakes form
8. Inní ofn í sirca 15 mín á 180°c
Kremið var sáraeinfalt. 250ml þeyttur rjómi og ein dós af niðursoðnum jarðaberjum. Byrjaði á að taka safann af jarðaberjunum og þurkaði þau með eldhúsbréfi. stappaði þeim svo saman. Pískaði rjómann með smá flórsykri útí og bætti svo jarðaberjunum við.
Skreyttar með smá suðusúkkulaði
xox
Emmý
Mhhhh, girnilegt! Þarf að prufa þessa uppskrift sem fyrst! En á ekki að vera neitt lyftiduft eða natrón?
ReplyDeleteNammnamm, hlakka til!
Knús, Gunnþóra
Þær voru ótrúlega góðar! nei það þarf ekkert lyftiduft, eggjahvíturnar eru stífþeyttar og sjá til þess að kakan lyftist, en það verður bara að passa að hræra ekki of hraustlega í blöndunni þegar að hveitið er komið útí :) xox
ReplyDelete