Það hefur verið kveikt á kerti hér á Vegelins bæði í gær og í dag. Því miður kvaddi yndislegur fjölskylduvinur þennan heim eftir stranga baráttu við krabbamein. Steini var einstakur og brosmildur maður og ég mun alltaf minnast hans. Ég votta Önnu Elínu, Magnúsi, Unni og Teit mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð um að gefa þeim styrk. Ég vil enda þessa færslu á fallegum orðum sem Jófríður frænka mín skrifaði á facebook.
Loforð Guðs
Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein
og gullskrýddir vegir alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngunni til himinsins helgu borgar.
En lofað ég get þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér ljós þó leiðin sé myrk.
Mundu svo barn mitt að lofað ég hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.

xox
Emmý
No comments:
Post a Comment