Thursday, 12 January 2012

Salsa Ýsa


Þennan ýsurétt gerði ég fyrr á árinu (og þarf að fara að gera aftur því hann var good), uppskriftina fékk ég upprunalega á cafe sigrún (www.cafesigrun.com) en ég breytti nokkrum hlutum. 

450 g ýsuflök, roðflett og beinhreinsuð
100 g magur ostur, rifinn
4 dl salsa (sjá uppskrift að neðan)
1 tómatur, skorinn í þunnar sneiðar

Salsa
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt eða maukaður
1/2 rauður chili pipar, fræhreinsaður og saxaður smátt
2 vorlaukar sneiddir í mjóar sneiðar.
2 tsk agave síróp
Safi úr 1 lime
5 vel þroskaðir tómatar, fræhreinsaðir og saxaðir mjög smátt
1 tsk ólífuolía
0,25-0,5 tsk tabascosósa 
2 lúkur ferskt coriander


1. Afhýðið og merjið eða saxið hvítlaukinn, fræhreinsið chili piparinn og saxið smátt, sneiðið vorlaukinn (bæði græna og ljósa hlutann) í mjóar sneiðar, skerið tómatana í hálft og skafið innan úr þeim, saxið tómatana mjög smátt, saxið corianderlaufin smátt.
2. Blandið saman í skál og bætið agavesírópi, ólífuolíu, límónusafa og tabascosósu saman við.
Geymið í kæli þangað til á að nota salsað. Það er mjög gott að láta það marinerast í klukkutíma.
3. Ýsuflök skorin í nokkra stóra bita
4. Ýsan sett í eldfast mót
5. salsanu helt yfir
6. tómatsneiðar lagðar yfir salsað
7. rifinn ostur settur yfir
8. hitað við 200°c í 20 mín

Bar þetta fram með grjónum og afgang af grænmeti, rosa rosa rosa gott

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment