Thursday, 5 January 2012

Lasagnað hennar mömmu

Mamma er eðal kokkur og gerir heimsins besta Lasagna (eða mér finnst það allaveganna) sósuna gerir hún alveg frá grunni og þessvegna er hún mjög fersk og góð. Þetta lasagna fyllir
 3. lítra eldfast mót og ég er nokkuð viss um að 6 manns geti borðað þetta.. í það fer eftirfarandi:

1 hvítlauksrif
1 rauðlaukur
1 laukur
2 papríkur (ég notaði gula og græna)
4 tómatar
1/2 chilli pipar
1 sæt kartafla
gulrætur eftir smekk (mega vera niðursoðnar)
1 krukka fetaostur
500 gr nautahakk
400 gr kotasæla
2 dósir tómat púrra
1 dós niðursoðnir tómatar (skornir)
rifinn ostur
parmesan ostur

Skar niður laukana, chilli-ið, papríkuna, og tómatana. Byrjaði á að steikja chilli piparinn og hvítlaukinn uppúr feta osts olíunni. Sauð gulrætur á meðan að ég skar góssið og leyfði þeim svo bara að liggja í vatninu þangað til að ég notaði þær

Chilli og hvítlaukur

Bætti svo við hvítlauks/chilli blönduna, lauk, rauðlauk, papríku, tómötum, tómat púrrunni, niðursoðnu tómötunum og fetaostinum og leyfði þessu að malla í örugglega 25 mínútur. Steikti hakkið á sér pönnu og kryddaði .Bætti að lokum hakkinu og gulrótunum við sósuna og lét malla í auka 5 mínútur

Svona leit sósan út áður en ég fór að raða í mótið...

Ég hafði skorið niður sætu kartöfluna í mjög þunnar sneiðar (Það gæti verið sniðugt að sjóða kartöflurnar í smá stund áður en þær eru notaðar svo þær verði alveg örugglega mjúkar). Svo byrjaði ég að raða

1. kjötsósa
2. sætar kartöflur
3. parmesan ostur og rifinn ostur
4. lasagna plötur (ég notaði ferskar sem var mjög gott)
5. kotasæla 
 o.s.f.v.

Klárt í ofninn

Komið úr ofninum

Ég setti það inní ofn í 10 mín, tók það út og setti rifinn ost ofaná og setti það aftur inn í 10 mínútur eða þangað til að osturinn var klár. Ef þú notar venjulegar lasagna plötur (ekki ferskar) þá tekur þetta lengri tíma.

Við mæðgurnar (Mamma, Dísa og ég) ætlum að gera indverska veislu á laugardaginn, alls ekki í fyrsta skipti en í fyrsta skipti verður allt fest á filmu og ég mun svo gera indverskt hátíðar blogg á sunnudaginn

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment