Síðustu dagar hafa verið ljúfir hérna í Hollandi. Prinsinn og húsfreyjan á Vegelins hafa farið um víðan völl með gestina. Á Gamlárskvöld fórum við niður að Erasmus brú og sáum rosa flugeldasýningu, kíktum svo á smá áramótadjamm sem var mjög gaman. Tengaforeldrarnir höfðu eldað hamborgarahrygg fyrr um kvöldið sem vakti vægast sagt mikla lukku. Á mánudaginn fórum við svo í Efteling, sem er ævintýra/fjölskyldu garður í Tilburg, og svo var farið í verslunarleiðangur í Primark í dag. Hérna koma nokkrar myndir sem ég hef tekið undanfarna daga...
Ína & ég á gamlárskvöld
Áramóta Ína og Áramóta Logi
Prinsinn og húsfreyjan
Áramótabræður í Áramótaskyrtum
Tour guide-inn minn mættur í Efteling
Ég lét þetta tæki alveg vera... en Bjarki, Lárus, Dóra og Logi skemmtu sér vel
Ég lét þetta skip líka vera...
Happy
Fjalar að pósa
Leikþáttur í boði Ínu
Kósý garður
Svaka stemming
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment