Það er stormur í Hollandi í dag, rigning, rok, þrumur, eldingar og haglél þannig að mér datt í hug að setja inn nokkrar myndir af mjög svo skemmtilegu sumri. sumarið 2010
Svona tekur Akranes alltaf á móti mér
Ég fór á Vestfirðina
Sem ég elska
Driverinn minn einbeittur
Fyrsta stopp var Súðavík. Einn morguninn gat ég ekki sofið og tók smá
mynda rúnt um bæinn, sem tók ekki alltof langann tíma
Bjarki kenndi bróður sínum að veiða
Við fórum að Hvallátradalsá, mæli með að þið segið þetta upphátt
Ég fór í nokkrar fjallgöngur í boði Dóru Bjarkar, sem Logi Mar varð heldur þreyttur á
En við héldum ótrauð áfram
Fjallageitur
Kíktum svo í Heydal, þar sá ég þessa krúttlegu hesta sem hættu að vera krúttlegir og ég náði mjög dónalegri mynd af þeim, svo dónalegri að ég set hana ekki hér inn..
Á leiðinni heim kíktum við í Sæluhúsið á Þorskafjarðarheiði
Svo var það eitt stk gúrme buddu árshátíð, þetta er Sif, afslöppuð og fín
Tvær buddur á yndislegri árshátíð
Ég fór líka í frænku Sushi
Maren, Dísa og Krissý
Ég eyddi tíma með fallegum vinum
Ég sá menn baða sig í Seljalandsfossi
og ég sá líka þessa litríku vini
Tjölduðum (í fellihýsinu hennar Dóru) um verslunarmannahelgina
oooog svo fór ég í fyrsta skipti á þjóðhátíð á sunnudeginum, mikil hamingja
Við fórum líka í siglingu útí Vigur þar sem að ég tók nokkrar fuglamyndir
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment