Ég var óendanlega þreytt þegar að ég vaknaði í morgun, það var ennþá stormur og íbúar hérna á Vegelins mis ánægðir með það. Þannig að ég þurfti á virkilega súrum boozt að halda til að vekja mig
100 ml af appelsínusafa
safi úr hálfri sítrónu
hálf lúka fersk trönuber
6 ananas bitar (held að það sé svona 1/4 af heilum ananas)
hálf lúka frosin hindber
klakar
hörfræ
chia fræ
spínat
Ananas, berin, safinn, klakinn og fræin mixuð vel saman og svo bætti ég við spínatinu
Hann var mjög súr og snarvirkaði
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment