Í tilefni oktobermánaðar, nánar tiltekið meistaramánaðar gerði ég meistaradrykk/boozt í morgun og myndaði hann í bak og fyrir (það eru allir á facebookinu mínu svo duglegir að setja inn myndir af dugnaðinum að ég varð eiginlega að gera það líka)
Ég byrjaði að gera drykkinn kvöldið áður, þá lagði ég möndlur í bleyti eftir að hafa horft á innskot á mbl.is með Jóhönnu Vilhjálms ákvað ég að nota möndlumjólk sem grunninn í drykknum, HÉR geti þið séð hversu auðvelt það er að útbúa svoleiðis. Ég notaði hálfan bolla af möndlum og tvo bolla af vatni því ég vildi hafa hana þykka.
Ég skutlaði drekanum til dagmömmu í morgun og dró svo fram tvær uppáhalds eldhúsgræjurnar mínar... safapressuna og blandarann. Næst skar ég niður eftirfarandi:
1/4 af litlum rauðkálshaus
2 plómur
1 appelsínu
1/2 gúrku
1 öskju af bláberum (þurfti reyndar ekki að skera þau)
1/4 af litlum rauðkálshaus
2 plómur
1 appelsínu
1/2 gúrku
1 öskju af bláberum (þurfti reyndar ekki að skera þau)
Byrjaði á að pressa rauðkálið til þess eins að njóta þess að horfa á þennan fjólubláa lit
Næst setti ég bláberin í gegn og liturinn varð enn fallegri
Renndi restinni af hráefnunum í gegn og setti þetta allt saman við möndlumjólkina í blandarann. Bætti við
1 banana
1 tsk kókosolíu
1 bolla af frosnum berjum
Klökum
1 banana
1 tsk kókosolíu
1 bolla af frosnum berjum
Klökum
Þetta varð lokaútkoman, ég gerði vel af drykknum og fór með einn skammt til mömmu. Ég hugsa að þetta myndi auðveldlega duga fyrir 3-4
Emmý
No comments:
Post a Comment