Monday, 7 October 2013

Buddubrunch og mánudagsboozt

 Byrjum á booztinum sem ég gerði í morgun. Ég myndi segja að hann væri fyrir lengra komna en dásamlega góður og saðsamur engu að síður. 

Byrjaði á að gera safa, ég á í svo miklu ástar/haturs sambandi við safapressuna mína. Ég elska hana útaf lífinu en guð hvað mér finnst leiðinlegt að þrífa hana. Þetta tekur samt enga stund og í safann fór:

1/2 gúrka
1 lime
2 lítil epli
3 sellerístönglar
Grænkál (þetta er smekksatriði, grænkálið er frekar bragðmikið en það kemur lítill safi, ég tók blöðin af 3 stönglum og mér fannst það mjög mátulegt)



Á meðan að ég var að pressa lét ég möndlumjólk blandast, hún var svo þykk hjá mér að þetta var varla mjólk en í það fór

1 dl möndlur (sem voru búnar að vera í bleyti í 2 daga)
3 döðlur
1 dl vatn


Næst blandaði ég
Safanum
1/4 af gulri melónu
2 avókadóum
nóg af klökum

við möndlumjólkina, blandaði öllu saman og úr varð þessi gúrme, þykki ljósgræni drykkur


Þetta var nóg í tvö svona glös 

Annars fór ég í buddubrunch hjá Siggu í gær. Við tókum upp þann sið að hafa alltaf brunch einu sinni í mánuði og ég mæli sterklega með þessu. Það er alltaf jafn gaman og tíminn flýgur. Langaði að deila með ykkur nokkrum myndum


María og Gunnþórunn


Heimsins besta sultu/chutney sem ég hef smakkað. Tengdamamma Siggu býr það til úr chilli og rabbabara

Jón Jökull var ekkert að stressa sig


Glæsileg hostess



Nína


Yndislegur


Ágúst Þór dásamlegur





No comments:

Post a Comment