Monday, 16 September 2013

Nektarínu og Mango chutney cupcakes

Það getur verið gaman að nýta það sem er til í ískápnum í bakstur, oft verða bestu uppskriftirnar til þegar að maður leyfir hugmyndafluginu að ráða en fyrr í mánuðinum gerði ég akkúrat það og til urðu þessar cupcakes. Ég ætla ekki að gerast svo djörf að segja að þetta séu bestu bollakökur sem ég hef gert en mér fannst þær virkilega góðar. í þær fór eftirfarandi:



110 gr smjör eða smjörlíki
200 gr sykur
2 egg
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
vanilludropar
3 tsk mango chutney (ég nota ekki bitana, bara sultuna)

2 nektarínur
sítrónusafi
smá sykur
1 dl mjólk


1. skera niður nektarínur í litla bita, kreysta smá sítrónusafa og strá 1 tsk af sykri yfir þær, blanda saman og láta standa í smá stund í sér skál
2. Þeyta saman smjör og sykur
3. bæta við einu eggi í einu og hræra vel, þar til blandan verður létt og ljós
4. blanda saman hveiti og lyftidufti í aðra skál

5. hella helming af hveitiblöndu og mjólk útí og hræra 
6. hella restinni af hveiti, mjólk og mango chutney útí, hræra þar til allt hefur blandast saman (alls ekki hræra of lengi)

Þá setti ég rúmlega eina tsk sirca af deigi í hvert cupcake form, ég notaði svo puttana til að mynda smá skál úr deiginu (nauðsynlegt að hafa skál með vatni til að bleyta puttana í). Ég fyllti svo "skálina" með nektarínu blöndu (rúmlega 1 tsk) og setti svo aftur eina tsk af deigi yfir blönduna

skálin klár

búið að fylla



Þetta fór inní 180°c heitann ofn í sirca 15-20 mín.

Á þessar skvísur setti ég svo uppáhalds kremið mitt, þetta HÉR

Svona leit kakan svo út áður en ég setti á hana krem og skar hana, fullkomlega gullinbrún.

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment