Wednesday, 4 September 2013

Bananabrauð með kanil fyllingu

Ég er mikill aðdáandi bananabrauðs, það er eitt það besta sem ég fæ.. sérstaklega með miklu smjöri, osti og kaffibolla. Ég hef smakkað margar mismunandi uppskriftir en prufaði í dag nýja uppskrift sem ég er ótrúlega ánægð með. Það smökkuðu nokkrir hjá mér sem voru líka á sama máli svo ég get mælt með þessu. 

BANANABRAUÐ


Í brauðið þarftu eftirfarandi:

250 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk kanill

75 gr hrásykur
1/2 tsk lyftiduft


50 gr smjör við stofuhita
vanilludropar
50 ml mjólk
2 egg
3 bananar

Aðferð

1. Hræra saman hveiti, salt, matarsóda, kanil og lyftiduft í skál

2. Setja smjör við stofuhita í aðra skál

3. Bæta við hrásykri og hræra vel eða þar til blandan verður létt og aðeins ljósari (sirca 1 mínúta)

4. Eggin sett útí, eitt í einu og hrært mjöööööög vel á milli

5. Seinna eggið sett útí

6. Stappa saman bönununum, mér skilst að það sé algjört lykilatriði að hafa þá mjög vel þroskaða

7. Bönunum, mjólk og vanilludropum hrært varlega saman við eggja/sykur/smjör blönduna. Þurrefnunum er svo hrært rólega saman við og deigið ætti að vera hæfilega þykkt


8. Helmingur deigsins settur í brauðform og kanilsykri stráð yfir (ég setti sirca 3 msk) restinni af deiginu er helt í formið og þetta sett inní 180°c heitann ofn í 40-50 mínútur.


Komið úr ofninum, þessi kanilfylling gerði roooosalega mikið fyrir mig.

xox
Emmý





No comments:

Post a Comment