þessa setningu sagði ég við sjálfa mig þegar að ég vaknaði morguninn 18. september s.l. Ég átti mjög bágt með að trúa þessu og þegar að leið á daginn rifjaði ég upp hvað ég hefði verið að gera fyrir nákvæmlega ári síðan. Það er ómögulegt að reyna að lýsa því hversu mikil birta fylgdi þessum litla dreka þegar að ég leit hann fyrst augum klukkan nákvæmlega 16:37 þann 18. september 2012 og hann hefur bætt og kætt líf mitt hvern einasta dag síðan þá.
Að fylgjast með einstakling þroskast og dafna, sem að þú bjóst til, er magnað. Þegar að hann brosir til mín og segir mamma held ég stundum að hjartað mitt ætli að springa af ást og ég er sannfærð um að það sé ekki hægt að elska meira en þetta... þá tekur hann utan um mig og sýnir mér að það er hægt.
Þessi færsla er orðin örlítið dramatískari en ég hafði hugsað mér en þegar að móðurhjartað tekur völdin þá er víst ekkert annað í stöðunni! Við héldum uppá afmælið hans með pompi og prakt og fengum fullt af heimsóknum. Drekinn er svo heppinn að eiga fullt af yndislegum ömmum sem að hjálpuðu okkur og komu með allskonar kræsingar. Ég og mamma skreyttum svo (ég geri mér fyllielga grein fyrir að sumum finnst ég kannski klikkuð að skreyta fyrir eins árs afmæli eeeeeen það verður bara að vera svoleiðis). Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum og set svo inn uppskriftir við tækifæri
Veisluborðið
Óli Dór 1 árs
xox
Emmý
Yndislegt! Ég held áfram með væmnina og segi að það er ekkert dásamlegra til en að vera mamma. Tengi við allt sem þú segir. En ég vil uppskriftir á vefinn! - Nína
ReplyDelete